Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 31

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 31
25 Timarit ísleiiskra samvinnufélaga. nokkur grein fyrir síðari liðnum, af því að þar er um nýja aðferð að ræða í kenslu hér á landi. Islendingar hafa átt tvö glæsileg tímabil í bókmentum. Fornöldina, þegar eddurnar, íslendingasögurnar Ileims- kringla og Sturlunga eru ritaðar, og nýju bókmentirnar, sem í raun réttri endurvakna með Hallgrími Péturssyni og síðar með Bjnrna og Jóiiasi Hallgrímssyni. Skilningur og þekking á innlendum bókmentum hefir verndað ís- lenskuna á liðnum öldum, frá glötun og þroskað fegurðar- smekk alþýðu á Islandi. Vegna hinna innlendu bókmenta á þjóðin nú hægra með að vinna ný lönd í heimi listanna. En á síðari tímum hefir þekkingu landsmanna á þeirra eigin bókmentum hnignað. Skólarnir hafa ekki getað hamlað upp á móti þessari hnignuu. Allur þorri Islend- inga les lítið bæði hin fornu og nýju gullaldarrit. I annari deild Samvinnuskólans verður næsta haust byrjað á nýrri kensluaðferð til að bæta úr þessu. Þar verður kent um íslenskar bókmentir í tvennu lagi og af tveim mönnum. Pyrst verða haldnir nokkrir yfirlitsfyrir- lestrar um hinar fornu og nýju bókmentir. Gert hið sama fyrir nemendur, eins og þegar kunnugur maður sýnir ferðamanni aðaleinkenni á óþektu landi fram undaii, ofan af háu fjalli. Síðan taka nemendur að lesa fornsögurnar, Heimskringiu og Sturlungu, og úrvalsrit og kvæði nýju bókmentanna, eins og lestrarfúsir menn lesa hrífandi skáld- sögu. Einn les í dag þetta, annar hitt. En á vetrinum er farið yfir alt hið helsta í íslenskum bókmentum. Síðan hafa kennararnir samtalstíma og samlestur um efnið. Til- gangurinn sá, að auka með þessari kenslu vald yfir mál- inu, en þó einkum smekk fyrir fegurð og snild í listum. Kensla i almennri listasögu er áframhald í sömu átt. Tilraun hefir verið gerð i smáum stíl, með þessa kenslu í vetur, og gefist vel. Verði reyndin hin sama framvegis, getur varla farið hjá því, að þessi kensluað- ferð verði tekin upp í héraðsskólunum, og ef til vill fieiri skólum hér á landi.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.