Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 42

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 42
36 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. verið hefir, verður haldið áfram eftir því sem föng eru á að gera nemendunum kleift að vinna þar að heimalestri. Eg hefi fyr tekið það fram að Samvinnuskólinn væri aðeins lítið vígi í útbreiðslustarfsemi samvinnumanna. Þýðing skólans er í því fólgin að þar á að myndast aðalbókasafn Islendinga um félagsmál, erlendar bækur og innlendar. Þangað eiga götu þeir sem fá vilja fjölbreyti- legar heimildir um mannfélagsumbætur. I þessum anda hefir verið lagður grundvöllur að bókasafni skólans, svo að við má una í bráð. Gert er ráð fyrir að hvert einstakt samvinnufélag myndi slíkt safn heima fyrir, þótt í minni stíl sé. I samvinnulögunum er eitt ákvæði sem á að geta stutt að myndun slíkra bókasafna. Þar er kveðið svo að orði, að gróða af skiftum utanfélagsmanna skuli leggja í varasjóð, nema honum sé varið til almennra þarfa. Allra eðiilegasta leiðin til að ráðstafa þessu fé er að verja því að meira eða minna leyti til bókasafna um samvinnu og félagsmál. Enginn veit fyrirfram hve mikil áhrif góð fræðibók kann að hafa á unga menn. Avextirnir koma síðar í Ijós. En hitt má fullyrða að samvinnuhreyf- ingin græðir ávalt á því að þekkingin vaxi, en tapar á almennri fáfræði. Nú vill svo vel til að mjög ötull og áhugasamur mað- ur, Sigurgeir Friðriksson, sem kendi við Samvinnuskólann í vetur, og kennir væntanlega framvegis, hefir numið bókavarðarfræði erlendis, í því skyni að geta greitt fyrir alþýðubókasöfnum hér á landi. Meðan Sigurgeir bjó búi sínu norður í Þingeyjarsýslu, var hann einn hinn ötulasti bóksali hér á landi, jafnframt því að hann var manna á- hugasamastur um öll samvinnumál í héraðinu. Verkefni hans er að koma bókakaupum sem flestra bókasafna á landinu inn á samvinnugrundvöll a. m. kosti að því er snertir útlendar bækur. Þar er alveg nýtt verksvið, sem beið eftir framtaksömum manni. Aður en langt um líður ætti það að fara saman, að sem allraflest samvinnufélög efndu til bókasafna fvrir félagsmenn sína með því fé,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.