Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 36

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 36
30 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. vetrum í Reykjavík við að nema tungumál og lesa bæk- ur um samvinnu, félagsfræði, hagfræði og siðfræði. Þessu atriði er að vísu svarað að nokkru leyti áður, þegar sann- að var að basl og fjárhagsleg vandræði þjóðarinnar, eru að mestu leyti að kenna félagsmálavanþroskun mikils hluta borgaranna. Nú sem stendur gengur efnishyggjuóöld, í slæmum skilningi orðsins, yfir landið. Það er eftirómar af bralli og fljótféngnum gróða stríðsáranna. Mjög margir unglingar vilja ekkert á sig leggja, nema það sem þeir hafa upp úr peninga eða lífsnautnir, og það án nokkurr- ar tafar. A öllum tímum eru að vísu margir menn sem líta eingöngu á augnablikshagnaðinn. En nú sem stendur eru þeir óvenjulega margir. Unglingar sem eru mjög haldnir af þeirri sýki, eiga ekkert erindi í samvinnu- skólann. Félagsmáladeild samvinnuskólans fær mai'ga eða fáa nemendur eftir því, hvort á einhverjum tírna, að margir eða fáir af unglingum landsins hafa áhuga á félagsmálum, án þess að vilja gera sér þann áhuga að fé eða atvinnu. Flestallir unglingar sem eitthvað er í spunnið, fara tvo eða þrjá vetur í unglingaskóla, kvennaskóla, gagnfræða- skóla eða búnaðarskóla án þess að fyrirfram verði sagt að þeir græði þar annað og meira en nokkuð af þekk- ingu og æfingu fyrir baráttu hversdagslífsins. Sennilega verður á hverjum tíma eitthvað dálítið af unglingum, sem vill fremur afla sér þessarar almennu mentunar í félags- málaskóla landsins, raeð þeirri sérstöku kenslu sem þar er kostur á, heldur en í einhverjum þeiri-a skóla, sem hvergi koma nærri félagsmálaskýringum. Tilvonandi bændur og bændakvennaefni, hreppstjórar, oddvitar, endurskoðendur félaga, fýrirlesarar, bókaverðir, iðnaðarmenn o. m. fi. eiga fullkomlega erindi í félags- málaskóla. Þeir sem hneigjast til umbóta eða starfa á fé- lagsmálasviðinu sækja til bókanna og kenslunnar vopn og verjur sem nota skal síðar til sóknar og varnar í lífs- baráttunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.