Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 11

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 11
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 5 sem gerir starf félaganna svo erfitt á kreppu tímum staf- ar af fákænsku og þekkingarleysi. Eða hvernig er hægt með öðru móti að skilja og útskýra þakklátssemi þeirra manna sem gleðjast yfir háa verðinu á íslenskri vöru, sem samstundis er tekið úr vösum þeirra með of háu verði á hinum erlendu vörum? Eg kem þá að öðrum liðnum, því hversu kaup- félagsskapur er erfiðari hér í flestum öðrum löndum. Munurinn liggur í skuldaversluninni. Hér á landi selst framleiðsla hvers árs ekki fvr en seint ’á árinu, eða jafnvel ekki fyr en eftir áramót. Þjóðin á ekki sjóði til að þola þessa bið. Það verð- ur að lifa á lánum. Kaupfélög og kaupmenn verða að lána bæði öllum þorra bænda og útvegsmanna. Em- bættismenn og sumir verkamenn í bæjum eru þeir einu, sem geta nokkurn veginn verslað skuldlaust. Nú eru kaupfélög hér á landi aðallega í sveitunum þar sem enn verður að lána langflestum félagsmönnum lengri eða skemri tíma úr árinu. Kaupfélagið verður bæði banki og venjuleg verslun. Þetta þekkist hvergi í næstu löndum. Þar geta kaup- félögin nálega ætíð verslað skuldlaust. Afurðir landanna seljast skjótar en hér. Samgöngur eru greiðari. Bankar eru á hverju strái til að létta undir með atvinnurekend- um. Hver maður sem vinnur eða framleiðir fær tekjur sínar daglega eða vikulega. Þessvegna þarf enga skulda- verslun, og hún hverfur hljóðalaust úr sögunni. Tökum t. d. dönsku kaupfélögin. Þau eru nálega öll í Fællesforeningen. Hver danskur kaupfélagsstjóri getur birgt sig að vörum vikulega eða oftar. Stjórn félagsins verðleggur vörurnar, en Fællesforeningen kaupir inn í stórkaupum. Og félagsmenn borga vörur sínar út í hönd. Allir sjá að í slíku landi reynir minna á alla aðila, heldur en hér á landi. Hér þarf kaupfélagsstjórinn, eða nú á dögum Sambandið að útvega mikið veltufé handa félagsmönnum að láni, því nær fyrir ársbirgðum handa lieimilum þeirra. Sömu aðilar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.