Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Síða 11

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Síða 11
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 5 sem gerir starf félaganna svo erfitt á kreppu tímum staf- ar af fákænsku og þekkingarleysi. Eða hvernig er hægt með öðru móti að skilja og útskýra þakklátssemi þeirra manna sem gleðjast yfir háa verðinu á íslenskri vöru, sem samstundis er tekið úr vösum þeirra með of háu verði á hinum erlendu vörum? Eg kem þá að öðrum liðnum, því hversu kaup- félagsskapur er erfiðari hér í flestum öðrum löndum. Munurinn liggur í skuldaversluninni. Hér á landi selst framleiðsla hvers árs ekki fvr en seint ’á árinu, eða jafnvel ekki fyr en eftir áramót. Þjóðin á ekki sjóði til að þola þessa bið. Það verð- ur að lifa á lánum. Kaupfélög og kaupmenn verða að lána bæði öllum þorra bænda og útvegsmanna. Em- bættismenn og sumir verkamenn í bæjum eru þeir einu, sem geta nokkurn veginn verslað skuldlaust. Nú eru kaupfélög hér á landi aðallega í sveitunum þar sem enn verður að lána langflestum félagsmönnum lengri eða skemri tíma úr árinu. Kaupfélagið verður bæði banki og venjuleg verslun. Þetta þekkist hvergi í næstu löndum. Þar geta kaup- félögin nálega ætíð verslað skuldlaust. Afurðir landanna seljast skjótar en hér. Samgöngur eru greiðari. Bankar eru á hverju strái til að létta undir með atvinnurekend- um. Hver maður sem vinnur eða framleiðir fær tekjur sínar daglega eða vikulega. Þessvegna þarf enga skulda- verslun, og hún hverfur hljóðalaust úr sögunni. Tökum t. d. dönsku kaupfélögin. Þau eru nálega öll í Fællesforeningen. Hver danskur kaupfélagsstjóri getur birgt sig að vörum vikulega eða oftar. Stjórn félagsins verðleggur vörurnar, en Fællesforeningen kaupir inn í stórkaupum. Og félagsmenn borga vörur sínar út í hönd. Allir sjá að í slíku landi reynir minna á alla aðila, heldur en hér á landi. Hér þarf kaupfélagsstjórinn, eða nú á dögum Sambandið að útvega mikið veltufé handa félagsmönnum að láni, því nær fyrir ársbirgðum handa lieimilum þeirra. Sömu aðilar

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.