Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 29

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 29
Tímarit íslánskra samvinnufélaga. 23 félagsfræðin hlýtur að vera óhjákvæmilegur stuðningur fyrir starf hugsandi samvinnumanna. I sýsluhókasafninu á Húsavík er margfalt meira af félagsfræðiritum heldur en til er samanlagt í öllum öðrum bókasöfnum á landinu, þar með talið Landsbókasafnið. I hagfræði er fyrri veturinn á sama hátt sögulegt yfirlit um æíi og kenningar þeirra hagfræðinga, sem mesta þýðingu liafa haft, svo sem Adam Smith, Malthus, Ricardo, Stuart Mill, Marx, Henry George og Böhm-Bawerk. Síðari vetur er numið um niðurstöður hagfræðinnar. Undanfarna vetur hefir í Samvinnuskólanum verið lesið þrefalt meira í Iiagfræði, en í þeim eina skóla öðrum, sem ber við að kenna þá fræðigrein hér á landi. Sömu aðferð verður beitt við að kenna siðfræðina. Hún hefir ekki verið kend fyr í Samvinnuskólanum. Saga samvinnunnar hefir aldrei verið kend í neinum öðrum íslenskum skóla. En á hana hefir verið lögð hin mesta stund, alt frá hinu stutta náms- skeiði á Akureyri 1916. Þeir menn, sem vita hve miklu samvinnan hefir orkað bæði hér á landi og í nálega hverju ríki Norðurálfunnar, til að efla andlegt og efna- legt sjálfstæði almennings, munu síst harma, þótt hér á landi sé ein stofnun, sem fræði nokkurn hluta hinnar ungu kynslóðar um þessi efni. Þeir sem vita hvað búið er að gera, eiga hægra með að átta sig á verkefnum framtíðarinnar. Hér á landi bíða fjölmörg verkefni nýrr- ar samvinnustarfsemi, húsabyggingar, ullariðnaður, niður- suða innlendra afurða, vegagerð, flutningar, rafleiðslur o. m. fl., auk sjálfsagðrar framþróunar í verslunarmálum. Á öllum þessum sviðum og mörgum öðrum er gatan rudd af samvinnumönnum annara þjóða. Þarf aðeins að fylgja gefnu fordæmi með þreki og þekkingu. Annars er það tæplega nægilega skilið og viðurkent enn hér á landi, að framfarir í samvinnumálunum eru fyrst og fremst að þakka þeim hugsjóna og þekkingar- mönnum, sem unnið hafa fyrir lireyfinguna. Hver varanleg nýsköpun hefir hér sem annarstaðar verið framkvæmd að til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.