Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 16

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Blaðsíða 16
10 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. skammvinnur vorgróður, sem deyr á fyrstu frostnótt. Frá sjónarmiði leiðandi manna í nýju félögunum er þessvegna hin mesta grunnhyggni að óska þess, að samvinnufræðslan minki í landinu. Þvert á móti er einnn'tt þessi fræðsla aðalhjálp slíkra manna. Þeir standa í baráttunni, þar sem hún er hörðust. Vilja vinna fyrir almenning, gera lífskjör manna betri. En alstaðar eru andstæðingar, sem hvar- vetna leggja hindranir í veginn. Við því má búast. En hitt er verra, þegar mótbyrinn er í liði samherjanna. Þar koma í ljós ávextir fáfræðinnar, tortrygninnar og nær- sýninnar sjálfselsku. Það ber því að sama brunni, hvernig sem litið er á málið, livort heldur frá sjónarmiði gömlu félaganna, ungu félaganna, eða tekið tillit til sérkennilegra staðhátta, sem auka erflðleikana hér á landi, og fordæma erlendra þjóða. Samvinnumentun er nauðsynleg hér á landi, eða öllu heldur óhjákvæmileg. Að fella niður liina andlegu, vekj- andi og fræðandi starfsemi félaganna, en að búa þeirn bráðan dauða. Eldur hugsjónanna og ljós þekkingarinnar hafa skapað og eflt samvinnuna. An þeirra getur sam- vinnan ekki starfað og notið sín. Samvinnuskólinn er enn ungur. Samt hygg eg að varla verði með sanngirni sagt að hann hafi ekki haft töluverð áhrif. Því nær allir efnilegustu nemendurnir eru nú annað hvort starfsmenn í félögunum, dugandi stuðn- ingsmenn heima fyrir, eða að halda áfram námi í sam- vinnufræðum hér heima eða erlendis. Endurskoðandi Sam- bandsins hefir fullyrt við mig, að bókfærsla félaganna hafi batnað mjög mikið síðan nemendur frá Samvinnu- skólanum komu að félögunum. Sömu breytingar má vænta á fleiri sviðum, ekki síst þar sem margir af nemendun- um sigla, að skólanámi loknu, og kynna sér nýtísku vinnubrögð í daglegum rekstri fyrirmyndarfélaga erlendis. En á þá hlið minnist eg síðar. Þá þykir mér engu síður skifta miklu um gagnleg áhrif þeirra unglinga, karla og kvenna, sem koma í skólann, til að fá þar almenna fé-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.