Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 36

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 36
30 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. vetrum í Reykjavík við að nema tungumál og lesa bæk- ur um samvinnu, félagsfræði, hagfræði og siðfræði. Þessu atriði er að vísu svarað að nokkru leyti áður, þegar sann- að var að basl og fjárhagsleg vandræði þjóðarinnar, eru að mestu leyti að kenna félagsmálavanþroskun mikils hluta borgaranna. Nú sem stendur gengur efnishyggjuóöld, í slæmum skilningi orðsins, yfir landið. Það er eftirómar af bralli og fljótféngnum gróða stríðsáranna. Mjög margir unglingar vilja ekkert á sig leggja, nema það sem þeir hafa upp úr peninga eða lífsnautnir, og það án nokkurr- ar tafar. A öllum tímum eru að vísu margir menn sem líta eingöngu á augnablikshagnaðinn. En nú sem stendur eru þeir óvenjulega margir. Unglingar sem eru mjög haldnir af þeirri sýki, eiga ekkert erindi í samvinnu- skólann. Félagsmáladeild samvinnuskólans fær mai'ga eða fáa nemendur eftir því, hvort á einhverjum tírna, að margir eða fáir af unglingum landsins hafa áhuga á félagsmálum, án þess að vilja gera sér þann áhuga að fé eða atvinnu. Flestallir unglingar sem eitthvað er í spunnið, fara tvo eða þrjá vetur í unglingaskóla, kvennaskóla, gagnfræða- skóla eða búnaðarskóla án þess að fyrirfram verði sagt að þeir græði þar annað og meira en nokkuð af þekk- ingu og æfingu fyrir baráttu hversdagslífsins. Sennilega verður á hverjum tíma eitthvað dálítið af unglingum, sem vill fremur afla sér þessarar almennu mentunar í félags- málaskóla landsins, raeð þeirri sérstöku kenslu sem þar er kostur á, heldur en í einhverjum þeiri-a skóla, sem hvergi koma nærri félagsmálaskýringum. Tilvonandi bændur og bændakvennaefni, hreppstjórar, oddvitar, endurskoðendur félaga, fýrirlesarar, bókaverðir, iðnaðarmenn o. m. fi. eiga fullkomlega erindi í félags- málaskóla. Þeir sem hneigjast til umbóta eða starfa á fé- lagsmálasviðinu sækja til bókanna og kenslunnar vopn og verjur sem nota skal síðar til sóknar og varnar í lífs- baráttunni.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.