Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 14

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 14
12 EINAU H. KVARAN ANDVARI fleiri leikbrögð listar sinnar liefur Einar lært eða tamið í skóla blaðamennsk- unnar, sem hefur þó einkum haft áhrif á stíl hans, líklega gert hann lang- dregnari og endurtekningasamari, en jafnframt liprari, léttari, leiknari. Annars samdi Einar ekki mikið jafnframt ritstjórnarstörfunum, áratuginn í Vesturheimi aðeins tvær smásögur og næsta áratuginn heima sex, en er þá í sýnilegum vexti. Við aldamót eða rétt upp úr þeim birtir mjög yfir rithöf- undarsögu hans. Dómur Brandesar (1900) lýkur til fulls upp augum íslend- inga fyrir hæfileikum bans. Og hann gefur út fyrsta sagnasafn sitt (1901), Vestan hafs og austan, sem var þrjár afbragðssögur, Vonir og Litli-Hvammur (hvorttveggja í 2. prentun) og Örðugasti hjallinn. Þetta er yndisleg bók — ef mér leyfist að gera hér persónulega játningu, þá er þetta sú bók Einars, scm mér þykir einna vænst um. Litla-Hvamm hafði Einar samið suður á Korsiku (í Ajaccio, fæðingar- borg Napóleons rnikla), er hann dvaldist þar vetrarlangt (1896—97) sér til heilsubótar við brjóstveiki. Þetta er cin af allra beztu sögum Einars, þróttur afturbatans rnagnar hana að hressileik og karlmennsku, og blýju og fjörgjafa Miðjarðarliafsloftslagsins leggur yfir þessa íslenzku sveitasögu án þess að valda þar nokkrum ólíkindum; þetta er þvcrt á móti ein af íslenzkustu söguin Einars að ytra svip. Annars er efnið bér enn um rétt einstaklingsins til lífshamingju. En í sögunni er tvennt, er sýnir, á hvílíkum tímamótum Einar stóð hér. Annars vegar er í anda raunsæisstefnunnar hvöss þjóðfélagsádeila á misrétti manna og misbcitingu valdsins. En liins vegar leitar einnig mjög á höfundinn umhugsunin um eilífðarmálin og eðli guðs, hér þó í spurn, scm Einar átti síðar eftir að svara, eins og vikið verður að í lok þessa máls. Orðugasti hjallinn er fyrsta og ein helzta íslenzk sálkönnunarsaga, að svo miklu leyti sem telja má, að við eigum nokkuð þeirrar tegundar í bókmenntum okkar. Kona rekur þarna sundur sálarlíf sitt, lýsir ást sinni og söknuði, bar- áttu og reynslu, er elskbuginn liafði brugðizt benni í glaumi stúdentsáranna og hún gengið að eiga æskufélaga þeirra beggja, vandaðan og ótortrygginn hversdagsmann, sem hún unni ekki. En þegar æskuástirnar fornu blossa upp við nýja samfundi, fær samvizkan og virðingin fyrir karlmennsku og hjarta- hreinleika manns hennar unnið bug á ástarástríðunni, viljinn liamið tilfinning- arnar, en þó ekki sigrað þær, því að í elli sinni og ekkjudómi þráir hún sam- fundi annars heims — við unnustann foma, en ekki við eiginmanninn. 1 þessari sögu hefur skyldurækt, samvizka og fórnarlund betur en sú eigin- gjarna uppfylling lífshamingju, sem Einar liafði haldið fram í sumum fyrri sögrinum. Frjálsræðinu eru takmörk sett af ábyrgðinni gagnvart öðrum. Eðli sitt má tcmja, en ekki sigra. En í eilífðinni fái þó innsta eðlið notið sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.