Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 34

Andvari - 01.04.1960, Síða 34
32 GRÓÐUR AF AKRl NJÁLS RÓNDA Á BERGÞÓRSHVOLI ANDVARl fimm jurtategundir úr þessu brunna sýnishorni úr smáhýsinu frá fyrstu hyggð á Bergþórshvoli. Á greiningu þessari sést, að hér hefur aðallega verið urn samsafn ræktunarjurta að ræða. Flestar jurtirnar eru ekki til í hinni upprunalegu, villtu, íslenzku flóru, en munu snemma fluttar hingað bcint eða óbeint af manna völdum. Að slíkar jurtir hafi getað vaxið hér á þcssum tíma, má rökstyðja með því að vitna til þess, að surnra þeirra er getið í fornum ritum, að sum örnefni bera þess merki að þær hafi vaxið hér, og af útbreiðslu þeirri, er aðrar þeirra ná seinna meir í gróður- ríki landsins. Að þær eru samankomnar á einn stað, þegar þær brerrna, er heldur engin tilviljun, því auðsætt er, að þangað eru þær fluttar af mönnum, enda finn- ast þær í húsarústum eins og áður getur. Nú má deila um það, hvort brunaleifar þær, sem hér um ræðir, séu af jurturn, er vaxið hafa á íslandi, eða hvort um aðfluttan vöxt sé að ræða. Er hið fyrra mun sennilegra, meðal annars sökum þess, að gerð birkisins bendir til þess, að það hafi verið íslenzkt að eðli og upp- vexti. Má telja óeðlilegt, að svo smávaxið birki væri flutt til landsins, þegar nóg var af því fyrir í landinu. Eru mestar líkur til þess, að þarna hafi brunnið birki- árefti úr húsinu, eða eldiviður. f öðru lagi fannst mikið af bygg-stönglum, blöð- um og jafnvel rótum. Hefur það senni- Iega verið í kerfum og líklega allt óþreskjað. Eru litlar líkur til þcss, að óþreskjað bygg hafi verið flutt inn til landsins, því áreiðanlega hefur verið þörf á rúmi fyrir annan dýrmætari farm í haf- skipum þeirra tíma en hálm. Er því cngin ástæða til þess að ætla annað en jurtir þessar séu einmitt uppvaxnar þar á Bergþórshvoli, og sú skoðun í alla staði eðlilegust. En athugum nú þessar jurtir dálítið nánar, bæði útbreiðslu þeirra, nytjar þeirra ef einhverjar eru, og síðast en ekki sízt, hvernig þær korna heim við Njáls- sögu. Ég hef getið þess, að birkið væri íslenzkt og hafi sennilega verið notað sem eldiviður eða árefti. Er þess víða getið í Njálu, að birkiskógar vaxi í hér- aðinu, og gætu húskarlar Njáls til dæmis hafa hoggið þetta birki í Rauðaskriðuin. Byggfundurinn kemur einnig mjög vcl heim við söguna, því eins og áður er getið, er oft minnzt á kornræktun í Njálu og oftar en í nokkurri annarri fornsögu. Enda hefur héraðið verið, og er enn í dag, einna bezt fallið til kornræktunar af öllum byggðum landsins. Fundur þessi er í sjálfu sér mjög merkilegur, því að hér á landi hafa ekki fundizt aðrar leifar af byggi frá fyrri öldum svo fullsannað sé.1) Fræðimenn bafa getið sér þess til, að hér kunni að hafa verið ræktað hið svokallaða fjögurra raða bygg. Og ná- kvæm jurtafræðileg rannsókn sýnir, að af þeirri gerð er einmitt byggið frá Berg- þórshvoli. Það er meira að segja unnt að ganga svo langt að segja, að það sé af undirtegund þeirri, sem fræðimenn kalla pallidum. Það hefur haft fremur lága og granna stöngla og staðið fremur vel. Oxin hafa verið gisin og drúpandi, títur skert- ar og blómagnir eðlilegar. Kjarnarnir, sem eru þaktir, hafa staðið þrír og þrír saman í axinu og hafa mótazt eftir afstöðunni. Eru miðkjarnarnir jafnhliða en hinir ým- ist snúnir til hægri eða vinstri. Þeir hafa verið vel þroskaðir, eða eins og bygg cr hér nú í beztu árum. Lengd kjarnans hefur hins vegar verið mun styttri en nú er í íslenzku byggi. Mætti álíta, að hinir stuttu axliðir bentu til þess, að ekki hafi vöxtur jurtarinnar verið örvaður af of 1) Síðan þetta var skráð hafa byggleifar funtl- izt að Gröf í Öræfum, sem taldar eru vera fra árinu 1362.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.