Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 52

Andvari - 01.04.1960, Qupperneq 52
50 PnÓF. UK. CARLO SCIIMID ANDVARI bregður fyrir í blikfleti leitandi vitundar. Þess vegna hefir sú reynsla, sem fengin er á ákveðnu tímabili sögunnar, gildi á öll- um tímum, og það, sem hefir gildi á einum ákveðnum stað, það varðveitir sitt óhagganlega gildi á hverjum öðrum sam- bærilegum stað. Því að mannlegt eðli er ávallt og alls staðar óumbreytanlegt og sjálfu sér samkvæmt. Sama óhagganlega lögmáliö, sem gildir í frumsetningum og meginreglum flatar- málsfræðinnar, gildir einnig um við- burðarás sögunnar, óháð stund og stað. Hvað er raunveruleiki? Raunveruleikinn er eingöngu þau öfl, sem hrærast í verðandi veraldar eða at- burðarás, enda hafa hlutir engan skynjan- legan né skiljanlegan kjarna, heldur eru þcir aðeins efniskerfi og orkusvið, sem grípa hvert inn í annað. — Það er heim- ur eðlisfræðingsins, sem Macchiavelli hrærist í, og það er ekki of djarft til orða tekið, að hann hafi fyrirfram uppgötvað kenningu Galileis, sem ekki ætlaði sér heldur að rannsaka eðli stjarnanna, hcld- ur hreyfingar þeirra og þau öfl, sem ákvarða þeim brautir. Þess vegna geta gerðir manna og at- burðarásin í heild ekki átt sér neinn eilífðartilgang. Hlutir hafa aðdráttarafl, hlutir hrinda frá; það er aðeins til eilíf hreyfing, bylgjur, sem hefjast og hníga. Við raunsæja athugun kemur í ljós, að allur verknaður og öll atburðarás eru tilgangslaus, eilíft öldufall, þar sem maðurinn vex og stælist í baráttunni við manninn og við hin ólýsanlegu öfl um- hverfisins. Hann dugir í baráttunni, ferst eða sigrar, í samræmi við þau öfl, sem í honum búa og hann á við að etja. Þess vegna er heldur enginn mæta- munur á viðburðunum í sjálfum sér og engin eðlileg framþróun. Mætamunur viðburðanna og þróun — það er aðeins til frá andartakssjónarmiði áhorfandans, sem að sínu leyti sveiflast með hinni til- gangslausu ölduhreyfingu í straumröst sögunnar. Þessi kenning um hina blindu straum- röst sögunnar er ekki sprottin af kristi- legri bölsýni, sem skoði söguna í ljósi spásagna Daníels um óstöðvandi bnignun. Miklu frernur ber hún vott köldu hlut- leysi skoðandans, sem skilur, að atburða- rás í tíma á sér engan tilgang og stefnir að engu marki. „Því að úr því að náttúran leyfir mannlegri viðleitni aldrei að standa í stað, þá hlýtur menningunni óhjákvæmi- lega að byrja að hnigna, jafnskjótt og hún hefir náð þeirri fullkomnun, að hún samkvæmt eðli sínu og ytri aðstæÖum megni ekki að komast hærra. En þegar menningin hefir hrapað og liggur þróttlaus og vænglama, þá hlýtur hún að rísa upp og sækja fram á ný, af því að hún getur ekki hrapað dýpra. Þannig gengur á sífelldum umskipt- um, niður á við til hins illa, upp á við til hins góða“ (Stor. fior. V.). Vér megum ekki láta yfirborðs fyrir- bæri —- eins og hnignun og blómaskeið — rugla skilning vorn. Dýpra séð brevt- ist veröldin ekki í eðli sínu; fjölbreyti- leiki tækifæranna er alltaf jafnmikill. í heild eru heimsöflin alltaf þau sömu; orka þeirra er stöðug; því er ekki til neitt algert hnignunarskeið. Þegar oss sýnist manndómur vaxa eða veslast upp, verðum vér skynvillu að bráð: Afreks- vilji, sem virðist vera í hnignun með einni þjóð, rís hátt í nýjum afrekum annarrar. „U.mskiptum blóma og hrörnunar er þannig farið: Veröldin er einatt sú sama. í henni er alltaf jafn mikið af því góða og því illa, en það breytist um stundar- sakir með hinum ýmsu þjóðum. Þanmg vitum vér, að hin fornu stórveldi fluttust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.