Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 60

Andvari - 01.04.1960, Page 60
58 Pitór. dk. CARLO SCHMID ANDVARI hann bregður sínum blóSlitaða bjarma yfir, að hafa öSlazt þrek til þess að ját- ast undir annað og æðra ætlunarverk mannsins: Að hann bcri tilgang sinn í sjálfum sér og raunhæfi hann í því ljósi, sem brotnar í öllum regnbogans litum í prisma sögunnar. Vér getum gert það með sama rétti og Macchiavelli kaus hitt sjónarmiðiS og eigum alls ekki á hættu, að oss skjátlist fremur en honum. En að skjátlast þýddi í vorum skilningi, aS vér megnuðum ekki að rækja grundvallar- stefnu vora út í æsar. Vér vcrðum að hafa hugrekki til að taka stefnu vora og láta ekki villiljós rugla oss, en neyta þeirrar þekkingar, sem Macchiavelli hefir að bjóða. Aðeins þannig fáum vér leyst manninn úr höft- um orsakakeðjunnar. Þá verður tilgang- inum ekki framar ætlað að helga tækin, heldur munu tækin helga tilganginn. Einnig í því, sem menn nefna megin- þátt sögunnar, atburðarás stjórnmálanna, mun þá lögmál frumskógarins ekki gilda fremur en í lífi einstaklinga með sið- menntuðum þjóðum, heldur boðorðið að virða tilverurétt annarra og þrekið, sem sameinar skipshöfn, þegar hún hættir lífi sínu til hjálpar ókunnu skipi í sjávar- háska. Slikt er eklú aðeins til í ríki draumóranna. í þessari ákvörðun getur e. t. v. eng- inn veitt oss jafn öflugan stuðning og söguheimspekingurinn Niccolo Macchia- velli frá Flórenz, sem bar dirfsku til að sýna oss með sama hlífðarleysi og málm- smiðurinn beitir málminn, hvernig sú veröld lítur út, sem er rænd sál sinni og tilgangi, svo að í henni er ekkert annaÖ að sjá cn hrunadans vélgengra orsaka og afleiðinga. Matthías Jónasson þýddi.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.