Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1984, Page 8

Andvari - 01.01.1984, Page 8
6 BENEDIKT TOMASSON ANDVARI Kaupmannahöfn og Ósló og fór utan með honum til sömu landa og hann árið 1929. Hún var aðstoðarlæknir hans við sjúkrahúsið á Isafirði og rak lækninga- stofu ]iar og síðar í Reykjavík ásamt með heimilishaldi. Kristín var valinkunn mannkosta- og hæfileikakona, birg að klökkvalausri mannúð, kjarkmikil og sköruleg í orðum og fasi, glaðleg og kunni vel spaugi. Henni var mjög sýnt um ritstörf og hafði af þeim yndi. Hún samdi bækur um heilsufræði og þýddi bækur 'um þau efni og önnur, þ. á. m. smásögur. Kristín lézt í Reykjavík 20. ágúst 1971. Rörn þeirra hjóna eru Guðrún, stúdent, fædd 7. desember 1918, gift dr. Gylfa Þ. Gíslasyni prófessor, fyrrv. alþingismanni og ráðherra, Ólöf, fædd 10. apríl 1920, gift Þorsteini Ólafssyni tannlækni, og Þórhallur, prófessor, fæddur 29. marz 1924, kvæntur Ragnheiði Torfadóttur R.A., menntaskólakennara. Læknir og stjórnmálamaSur Vilmundur Jónsson hóf læknisstarf í Þistilfjarðarhéraði, en sat þar tæpt ár, og ekkert veit ég þaðan frásagnarvert. Á Isafirði beið hans miklu umfangs- meira læknisstarf, þótt einn læknir væri fyrir. tbúar þar voru um það bil fjór- um sinnum fleiri en i Þistilfjarðarhéraði, og þar var sjúkrahús með 15 sjúkra- rúmum. Til þess að geta talizt vel hæfur læknir á slíkum stað hélt Vilmundur utan til framhaldsnáms, eins og að framan getur, og var í þeirri för tæplega 1 i/2 ár. Eftir heimkomu tók hann til læknisverka af þeirri atorku og áhuga, sem einkenndi hann til æviloka, og fékk brátt orð á sig sem fær skurðlæknir, og kunnað hefur hann lyflæknisfræði síns tíma, sem var þá mjög skammt á veg komin hjá því sem nú er. Hér er ekki staður til að tíunda einstök læknis- verk Vilmundar, en þó má geta þess, að þrjá keisaraskurði gerði hann eftir Englandsförina 1929, en sú skurðaðgerð var mjög fátíð hér á landi á þeim tímum. Sjúklinga sína stundaði Vilmundur af mikilli nærfærni og samvizku- semi að kunnugra sögn. Vilmundur kom til Isafjarðar gagntekinn af hugsjónum jafnaðarstefnunnar, ráðinn í að hefja undir merkjum hennar baráttu fyrir nýrri og betri skipan á málefnum bæjarsamfélagsins. I bréfi, sem hann ritar frænda sínum og vini frá Ósló í júlí 1919 segir hann: „Þú biður mig að segja þér afdráttarlaust, hvort ég komi og hvenær (til Isafj.). Ég hefi sagt þér áður, að ég búist við að koma. Þó er mér það óljúft, ef ég fæ það ítrekað að vestan, að bæjarstjórnin sé deig eða jafnvel fráhverf því að koma upp góðu sjúkrahúsi. Samt býst ég ekki við, að ég láti það setja mig aftur. Því áS þegar ég er kominn vestur, bý ég fyrst til nýja bœjarstjórn og síðan nýjan spítala.“ (Leturbr. mín. B. T.). Fyrr í bréfinu segir m. a.: „Ég . . . get ekki skrifað um neitt . . . En ræðu gæti ég ekki haldið, þó að ég væri drepinn. Ég hefi heldur ekki neina trú á blaðaskrifum.“ Ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.