Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 22
20 BENEDIKT TOMASSON ANDVARI mikið sagt, Hannesar og Víkverjar*) höfuðstaðarins — gera sér um veg og veldi embættis míns. Er þetta því undarlegra, sem mér hefur lítt enzt fordild og aðrar borgaralegar eigindir til að hampa því í heimsins augum, og hafa sumir metið við van. En hvað um það: Landlæknir vill, og þá verður það. Og þó eink- um: Landlæknir vill ekki, og þá verður það ekki. Landlæknir bannar að fjölga lyfjabúðum í Reykjavík, og þess vegna er þeim ekki fjölgað. Ef hann leyfði það, yrði það þegar gert. Hér fær enginn um þokað, nema ef vera kynni sjálft Alþingi. Þetta nær orðið svo langt, að menn eru farnir að skrifa mér austan yfir fjall — allt að því prívatbréf — og biðja mig að vera svo liðlegan að leyfa sér að setja þar upp lyfjabúð. Bezt gæti ég trúað, að þeir héldu, að ég hefði lyfjabúðir á „lager“, og ætluðust til, að ég sendi þeim eina með bilnum til baka. Enn verð ég að vega í hinn sama knérunn og láta ekki meira en er. Hér er því miður allt of mikið gert úr valdi landlæknis, sem er svo smánarlega lítið, að hann á ekki einu sinni úrskurðarvald um svo lítið atriði sem það, hvort leyfa skuli eða ekki, að lyfjabúðarhola verði sett upp hérna í Kleppsholtinu. Alger- lega einráð um það er ríkisstjórnin eða heilbrigðismálaráðherra sérstaklega. Ef honum þóknast, getur hann að vísu leitað álits landlæknis um málið, en ef honum þóknast, getur hann látið það vera. Ef honum þóknast, getur hann tekið tillit til álits landlæknis, en ef honum þóknast, getur hann líka látið það vera.“ Vilmundur reyndist sannspár um það, að ekki mundi honum endast emb- ættisaldur til þess að fá komið á lögum um lyfsölumál. Lyfsölulög voru sett árið 1963, og viku þau mjög frá þeim hugmyndum, sem honum munu hafa þótt mestu skipta. Tillögur hans voru í meginatriðum þær, að komið skyldi á fót einni lyfjaheildsölu, sem hefði einkarétt á innflutningi lyfja. Skyldi hún helzt rekin af ríkinu, en ella af ríki og lyfsölum í sameiningu. Hann taldi lyf þá tegund nauðsynjavöru, sem sízt mætti gera að gróðalind. Smásala á lyfjum gæti verið í höndum lyfsala, sveitarfélaga eða samvinnufélaga, en bezt taldi hann henni borgið í höndum lyfsala, með því að hann óttaðist, að sveitarfélög og samvinnufélög kynnu að freistast til að láta lyfjasölu standa undir halla- rekstri í öðrum greinum. Tillögum sínum fékk Vilmundur slíkt fylgi meðal lyfjafræðinga, að samin voru og fullfrágengin frumvörp, en jafnan rak málið í strand, m. a. sökum þess að lyfjafræðingar kipptu að sér hendinni á elleftu stundu. Var barátta þessi bæði löng og ströng og lauk með ósigri Vilmundar. Hér er vert að geta þess, að Vilmundur kom á framfæri þeirri hugmynd að veita aðstoðarfólki í lyfjabúðum nokkra starfsmenntun og síðan tiltekin rétt- indi. Slík menntun er fyrir skömmu hafin, og er starfsheitið lyfjatæknir, en ósagt skal látið, hvort hugmynd Vilmundar hefur verið hvati að þeirri ráða- breytni. *) Dulnefni blaðamanna, sem sáu um pistla í dagblöðum, Hannes í Alþýðublaðinu og Vikverji í Morgunblaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.