Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.1984, Blaðsíða 26
24 BENEDIKT TOMASSON ANDVABI hann hugsa nú!) Enginn gat að réttu lagi jafnazt á við landlækni að þekkingu og yfirsýn um þessi efni, og síðast en ekki sízt vildi Vilmundur fyrir engan mun baka ríkissjóði óþörf útgjöld. 1 hans augum var lagasmíð einn þáttur skylduverka hans, en þegar hann hafði gengið frá frumvörpum sínum, fékk hann þau í hendur aðilum, sem málið varðaði, svo fremi að um ákvæði þeirra gætu orðið skiptar skoðanir. Um þetta segir hann í Læknablaðinu 1942: „ég hefi, frá því að ég tók við landlæknisembættinu, haft það fyrir ófrávíkjanlega reglu að bera hvers konar laganýmæli varðandi heilbrigðismál og þá sérstak- lega snertandi hagsmuni læknastéttarinnar undir bæði læknafélögin, fslands og Reykjavikur, og lagt á það ríka áherzlu, að sem bezt yrði kunn afstaða stéttar- innar — allra greina hennar — til þeirra.“ Þá ætlaðist hann til vægðarlausrar, en vitaskuld málefnalegrar og rökstuddrar gagnrýni. Við löggjafarsmíð sína studdist Vilmundur við löggjöf annarra þjóða, eftir því sem við átti, einkum grannþjóðanna á Norðurlöndum. Hann gerþekkti ís- lenzkt þjóðfélag og landshætti og gat því valið úr hinni erlendu löggjöf það eitt, sem hann vissi við hæfi hér á landi. Þegar Vilmundur hafði setið tíu ár í landlæknisstólnum, hafði hann lokið endurskoðun svo til allrar heilbrigðislöggjafar landsins. Lengst af þessum tima sat hann á alþingi og flutti þá frumvörp sín sjálfur. Hefur hann þá verið mjög störfum hlaðinn, þvi að önnur áhugamál lét hann einnig mjög til sín taka á þingi. Engu að síður gegndi hann embætti sínu án sérstakrar aðstoðar öll þing- mannsárin. Eftir þessa tíu ára átakalotu hélt Vilmundur áfram lagasmíð sinni, bætti um og jók við, unz hann lét af embætti. Löggjafarsmíð Vilmundar er stórvirki, og það yrði vafalaust nægur efni- viður í væna bók, ef komast ætti til hotns í þvi, í hverju breytingar hans á heilbrigðislöggjöfinni voru fólgnar ásamt nýsmíðum. Það mundi krefjast ná- kvæms samanburðar við þau lög og reglur, sem fyrir voru við upphaf embættis- ferils hans, og síðan yrði að fylgja eftir þeim breytingum, sem frá honum voru runnar, meðan hann sat í embætti. Hér verður látið við það sitja að greina efnisheiti helztu lagafrumvarpa Vilmundar, þeirra sem að lögum urðu, í réttri tímaröð, en án ártala, númera og lagaheita. Auk þess verður gerð grein fyrir efni nokkurra valinna laga í tengslum við framkvæmd þeirra. Reglugerðir verða sniðgengnar með öllu, enda eru þær geysimargar. Skipun læknishéraða (rækileg endurskoðun); læknar (að mestu nýtt); kynsjúkdómar; berklavamir (tvívegis, ásamt öðrum); ljósmæðra- og hjúkrunarkvennafræðsla; sjúkrahús*; sjúkrasamlög; ljósmæður; hjúkrunarkonur*; sóttvamir (tvivegis); farsóttavamir (tvivegis); lyf og læknisáhöld í skipum; augnlækningaferðir*; fóstureyðingar*; rikisframfærsla sjúkra manna og örkumla*; matvælaeftirlit* (ásamt öðrum); fávitahæli; afkynjanir og vananir*; rannsóknir banameina; dýralæknar; lifeyrissjóður ljósmæðra*; nám lyfjafræðinga*; heil- ) Ný lög. Endurskoðuð lög em ómerkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.