Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1984, Page 98

Andvari - 01.01.1984, Page 98
KRISTJÁN KARLSSON: Fagurkerarnir Þeir komu þrír saman í ljós vestan götu, helztu snyrtimenni þorpsins, 22—25 ára. Drengurinn þekkti engan þeirra með nafni, en hann bar kennsl á þann sem gekk lengst til vinstri af því að hann var hversdagslega á gamosíum. Allir vóru mennirnir dökkklæddir með hatt en frakkalausir þrátt fyrir næð- inginn. Þeir höfð'u ekki efni á bæði fötum og yfirhöfn, en það vissi drengurinn ekki. Hann var átta ára. Þeir fóru sér afar hægt en stöldruðu hvergi við, nema maðurinn á gamosí- unum sem laut snöggvast áfram til að strjúka yfir vinstri rist sér og slétta flip- ann sem gekk fram á tána. Um leið greip hann handfylli af snjó og hnoðaði hann með sterklegum æfðum handtökum, svipaðist um andartak og fleygði kúl- unni lauslega á eftir manni sem var að fika sig upp illa troðinn hliðarstiginn til vinstri á átt til hæðanna. Hinir tveir litu við báðir í senn og horfðu svip- brigðalausir á eftir kúlunni, sem féll máttlaust í snjóinn fyrir aftan manninn á stignum. Maðurinn í gamosíunum gretti sig, laut áfram og greip aftur hand- fylli sína af snjó. Maðurinn til hægri var stórvaxnastur þeirra þriggja en léttur á sér og fjörlegastur þeirra í hreyfingum. Hann kinkaði öðru hverju kolli eins og hann væri að mæta einhverjum eða samsinna einhverju skemmtilegu. Það var vel- líðan í hreyfingum hans og hann tók dansspor fyrir hornið á skafli sem stóð inn i götuna. Maðurinn á gamosíunum stökk fram fyrir manninn í miðið og hratt stóra manninum aftur á bak upp í skaflinn með annarri hendi. Þeir hlógu, nema maðurinn í miðið. Hann hægði á sér og gekk nú á eftir hinum. Dreng- urinn fylgdist með þeim gegnum opinn loftsgluggann á hótelinu. „Ég veit ekki hvað ég er að hugsa,“ sagði konan, „ég ætlaði að vera farin fyrir löngu.“ Hún hristi grátt hárið frá enninu og klappaði ungu konunni á höndina. Þær vóru að drekka kaffi niðri í eldhúsi hótelsins. Unga konan sagði: „Nei, ég hefði aldrei getað búið hjá þér til lengdar.11 „Ég held ég muni það,“ sagði gráhærða konan, „það var allt útaf þessum arfi sem ekkert var.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.