Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 15
Andvari.]
Tryggvi Gunnarsson.
XI
að nota vatnsaflið í bæjarlæknum til að ljetta undir
ýmsum verkum, einkum mölun korns.
Árið 1863 brá Tryggvi til utanferðar með konu
sína, henni til heilsubótar. Þá var Pjetur Havstein,
amtmaður, mágur hans, einnig ytra. Hann liafði um
þær mundir i hyggju að stofna fyrirmyndarbú í
Húnavatnssýslu,1) og vildi fá Tryggva til þess að
veita því forstöðu; fyrir því hvatti hann Tryggva til
þess að stunda búnaðarnám í Noregi, og lofaði að
útvega honum styrk í þvi skyni. Tryggvi var lengi
á báðum áttum, hvað hann ætti að gjöra, því hugur
hans hneigðist þá meira að verzlun; hann mintist
verzlunarferðar sinnar suður, og áleit, eins og þá
stóð á, að nauðsynlegra væri fyrir bændur að stofna
verzlunarsamtök, en hvað annað. Þó varð það úr,
einkum fyrir fortölur Jóns Sigurðssonar, að Tryggvi
fór til Noregs og dvaldi þar alllengi við búnaðar-
nám á skólanum í Ási, og ferðaðist talsvert um í
Noregi. Ekki varð úr efndum amtmanns til Tryggva
um styrkinn og gerðist út úr því margra ára óvin-
átta milli þeirra máganna, er dálítið verður vikið að
síðar. En styrk fjekk Tryggvi samt fyrir milligöngu
Jóns Sigurðssonar. Þá um veturinn ritaði hann langa
og ítarlega ritgjörð, »nokkrar greinir um sveitabú-
skap«.2) Hún er vel skrifuð, og ber þess ótviræðan
vott, að höfundurinn hafi kynt sjer vel og rækilega
alt það, sem áður hafði bezt verið ritað um is-
lenzkan búskap.
Ferðin til Noregs varð honum mjög gagnleg, hún
opnaði augu hans fyrir mörgu, og hvatti hann til
1) Ný Fjelagsrit, 23. árg., bls. 130.
2) Ný Fjelagsrit, 24. árg., bls. 27—123.