Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 26
XXII
Tryggvi Gunnarsson.
(Andvari.
slíkrar útgerðar, þá hefur hann þó eflt hana meira
en nokkur maður annar. Þetta er alveg óhætt að
fullyrða, og sjómannastjettin íslenzka á honum
meira að þakka, en nokkrum öðrum.
Hann stofnaði strax ábyrgðarfjelag fyrir þilskip;
(hann hafði áður á Norðurlandi verið einn af aðal-
stofnendum slíks fjelags þar); hann kom á fót líf-
trygging sjómanna; hann stofnaði »slippinn«, og síð-
ast en ekki sízt íshúsið, hið fyrsta á þessu landi.
Er það alkunnugt hvílík þjóðnytjafyrirtæki íshús eru,
og hve stórkostlega þýðingu þau hafa fyrir sjávar-
útveginn. Til þess að koma íshúsinu á stofn varð
hann að sækja mann frá Ameríku, og var einkar
heppinn i því vali, eins og reyndar optar, því hann
hefur haft marga afbragðs menn í þjónustu sinni.
Það ræður nú að líkindum, að ekki liafii
gengið greiðlega að fá menn til að setja fje í þessi
fyrirtæki, því þegar öllu er á botninn hvolft, þá
eru íslendingar fremur ónýjungagjarnir og tregir á
skildingnum, enda almenn velmegun þá margfalt
minni en hún er nú. Það gekk heldur ekki greið-
lega. Tryggvi mátti ganga á milli manna sem nauð-
leitamaður; einkum átti hann bágt með íshúsið, en
fyrir löngu er svo komið, að það er það fyrirtækið
á þessu landi, sem bezt hefur borgað sig.
Af því, sem nú hefur verið sagt um bankastjórn
Tryggva, má þó engan veginn draga þá ályktun, að
bankanum hafi hnignað í höndum hans. Langt frá
því. Þegar hann tók við bankanum var umsetning
lians að eins 2x/2 miljón króna, en þegar hann fór
frá var hún orðin 27 miljónir króna. Þegar hann
tók við, var bankinn í 2 fremur smáum leiguher-
bergjum, og starfsmenn að eins 2, en þegar hann