Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 119
A ndvari).
Siðaskiftaræða
77
ofríki og óhæfuverkum. Ef eg stæði liér til að minn-
ast afmælis siðaskiftanna á ættjörð minni og væri
ætlað að lasta gamla siðinn, en lofa hinn nýja, þá
mundi eg verða að gá vel að mér, að mér færi eigieins
og Bíleam forðum, að orðin snerust á vörum mér í öf-
uga átt við það, sem til væri ætlast. Mér mundi tregt um
að lofa nýja siðinn, Lútherstrúna svo nefndu, í þeim
ham, sem hún þá birtist í. Og mér mundi vefjast
tunga um tönn, ef eg ætti að formæla gamla siðn-
um, kaþólskunni. Tii þess mun mér æ standa of
glögt fyrir hugskötssjónum, hvílík hún var til forna,
hverjum menningarljóma hún hafði brugðið yfir þessa
litlu þjóð, hvílíka gullöld hún skóp hér á landi, meðan
hún var í blóma og óspilt af sérplægni og valdafíkn.
Það ber við sLundum, þegar ræða er um við-
ureign kaþólskra manna og lúterskra, að hinir
lútersku eru kailaðir kristnir til aðgreiningar frá hin-
um, annað hvort af mismæli, eða ef til vill af fá-
vizku, því að mönnum er alltamt að lita á kaþólsk-
una sem fáránlega villutrú, páfavillu, er varla eigí
skilið kristið nafn. Menn gleyma því þá eða vita ekki,
að fram að siðaskiftum Lúthers var öll kristnin ein
kirkja, hin almenna kaþólska kirkja, og öll kristni
þessa lands var kaþólsk í ö1/^ öld, frá því er hún var
lögleidd á alþingi árið 1000. Það var hún, sem náði
svo riku valdi yfir liugum hinna herskáu og hefni-
gjörnu forfeðra vorra, að eftir fáa áratugi höfðu þeir
lagt niður að mestu vígaferlin, en gej'mt þó vask-
leika síns og hugprýði. Það er hún, sem kennir Þor-
leifi i Krossavík að launa ilt með góðu, og leggur
Höskuldi Hvítanesgoða þessi orð á deyjandi varir:
»Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður«. Það er hún, sem
skapar íslandi friðaröldina, þegar eg hygg, að ís-