Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 146
104
Austan hafs og vestan
[Andvari.
nemendanna, alls engin jrfirvöld, og er þó hlýðni (og
það af frjálsum vilja) einkenni á skólunum. Auk
fornra fræða er hér fengist við öll viðfangsefni nú-
tímans. Nemendum er skylt að lesa heima fyrir blöð
og tímarit og koma i skólann tilbúnir að lialda stutta
ræðu um eitthvert nýmæli, verða svo um það rök-
ræður milli nemenda. Kennarinn gefur oft frekari
upplýsingar og leiðréttingar og sér uin, að ekki sé
farið út í aðra sálma. Kemur hann fram líkt og fund-
arstjóri. Auk þess, sem þetta fræðir og vekur liugsun
og áhuga, þá kennir það rökíimi og orðíimi og að
bera sig vel meðan talað er. En síðast en ekki sízt
kennir það að umgangast meðbræðurna og virða þá
þrátt fyrir skoðanamun, kannast við yfirburði þeirra
og þykja engin skömm að láta af skoðun sinni ef
röng er, en halda þó sannfæringu sinni til streitu
þjrkkjulaust. Væri vel, að slíkt væri kent sem víðast
og mundi happadrýgra í afleiðingunum, en sumt af
því fróðleikshrafli, sem hvorki hefir áhrif á tilfinn-
ingarnar eða daglega framkomu, frekar en vatnið,
sem stökt er á gæsina.
Mikið af skáldskap er lesið í þessum skólum, sög-
ur, leikrit og kvæði. Er bókmentasaga þannig kend,
því að jafnan er talað um höfundana. En sá er megin-
tilgangur með þessari kenslu að kenna að meta og
virða fagrar bókmentir og njóta unaðarins af því,
sem bezt hefir verið sagt. Eru einkum lesnar »klas-
sisku« bókmentirnar; ekki veit eg íslenzkt orð, sem
nær því hugtaki, en svo er það af bókmentunum
nefnt, sem staðist hefir eldraun límans, sem mænt
hefir svo hátt yfir önnur verk samtíðarinnar, að það
stendur enn þá upp úr, þar sem alt, er lægra liggur,
er sokkið í gleymskunnar haf. Mjög mikið af þessum