Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 155
AndvariJ.
Rannsóknarferðir
113
inn, sem hvarf langt inn í landið. Hugði hann þar
vera sund gegn um landið og var það kallað Scores-
by-sund. Minnir það á Faxa-ós hjá mönnum Hrafna-
Flóka. Síðan hefir landið verið kannað betur og
komið í ljós, að þetta er fjörður og gengur skriðjök-
ull mikill ofan í fjarðarbotninn. Til Scoresby-sunds
er skemst til landa frá íslandi. Liggur ströndin þar
um 50 mílur N.N.V. af Horni á Hornströndum, og
kváðu vera þar á landi miklar moskushjarðir og
hreinar, og gott til veiðifanga á sjó og landi.
Nú koma þeir menn til sögunnar, sem langt fara
fram úr öllum þeim, sem á undan voru komnir. —
Pað eru Englendingarnir John Franklin og feðgarnir
John og James Ross. Saga þeirra er svo samtvinnuð,
að segja verður hana þvi nær samlímis.
Sir John Franklin er fæddur 1786. 1805 var hann
sjóliðsforingi í orustunni við Trafalgar og gat sér
góðan orðstír. 1808 var hann skipstjóri á briggskipi
í íshafsleiðangri þeim, sem kendur er við Buchan og
lítið virðist liafa kveðið að. 1819 fór hann fyrstu
rannsóknarferð sína, er hann stýrði sjálfur, norður í
höf, en 1825 hefjast rannsóknarferðir hans fyrir al-
vöru og halda áfram til 1829. Varð vísindalegur á-
rangur af þeim ferðum afarmikill. 1845 hóf hann
nj’jan leiðangur norður og vestur í liöf og hafði þá
skipin »Erberus« og »Terror«, sem Ross hafði áður
farið á hina frægu suðurför. Úr þeirri för kom Frank-
lín aldrei aftur, og enginn af mönnum hans, skips-
höfnum tveggja stórra skipa. Var sendur út leið-
angur eftir leiðangur til að leita hans eða ein-
hverra minja, sem finnast kynnu. Löngu seinna fund-
ist skrif frá mönnum hans í vörðu nyrðst í Norður-
Ameríku. Sögðu þau þá sorgarfregn, að skipin hefðu
Andvari XLIII. 8