Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 25
Andvari.J
Tryggvi Gunnarsson.
XXI
á neitt í þá átt, sem hann hafi gjört. Veðdeildin,
sem stofnuð var eingöngu í þeim tilgangi að efla
landbúnaðinn, samkvæmt þingályktun, borinni fram
af landbúnaðarnefnd þingsins 1897, er ekki verk
bankans, eða Tryggva. Hann var í rauninni orðinn
of gamall, þegar hann tók við bankastjórn; þaðan
stafaði það meðfram, bve litla framtakssemi hann
sýndi í því að efla bankann tjárhagslega. Hann gerði
eiginlega ekkert til þess, að veita peningastraumum
inn í landið, og þess vegna var það iðuglega svarið við
lánbeiðslum, að fje væri ekkert til, og það þó um
þýðingarmikil fyrirtæki væri að ræða. Þess vegna
varð hann fljótlega fyrir aðkasti sem bankastjóri,
bæði á þingunum 1897 og 1899; á því þingi var
honum beint borið það á brýn, að hann vanrækti
alveg landbúnaðinn. Þetta framtaksleysi var orsökin
til þess, að nýr banki var slofnaður. Landsbankinn
hefur eiginlega skapað íslands banka. En þegar
Tryggvi sá, að það var alvara með nýjan banka,
fór liann fyrst að reyna að útvega meira veltufje
með lánum ytra, og veitti það næsta auðvelt. Þetta
hefði hann átt að gjöra fyr, hetði hann viljað halda
Landsbankanum einum. Hjer kendi því skammsýni
af hans hendi.
Um sjávarútveginn er alt öðru máli að gegna.
Tryggvi hafði tekið ástfóstri við liann, og gerði ekki
endaslept við hann; frá því hann kom að bankan-
um og þangað til hanu dró sitt síðasta andvarp,
var sjávarútvegurinn og skipaútgerð hans stöðuga
umhugsunarefni. Á árunum næstu fyrir aldamótin
hvarf bátfiskið nærri alveg, en þilskipaútgerðin kom
i þess stað. Þótt þilskip væru til við Faxaflóa, þegar
Tryggvi kom suður, og hann því eigi geti talist faðir