Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 63
Andvnri|.
Um surtarbrand
21
áhrif frosts hættir honum einnig til að molna. —
Brandurinn er svartur að lit, en ef hann þornar svo
að hann molni, verður hann móleitur, einkum nái
sól að skína á hann.
Rispan er mórauð eða kafíibrún.
Eg tók mola úr laginu, sagaði hann til, mældi
rúmtak hans og vóg hann. Reiknaðist mér eítir því,
að hér um bil H/2 smálest mundi fást úr tenings-
metra, af samfeldum brandi, eða úr einum fermetra af
brandlaginu, þar sem það er þykkast. Brandmoli sá,
er eg reyndi, liafði legið sólarhring ofan jarðar.
Eg tók sýnishorn af brandlaginu í þrennu lagi.
1. úr neðstu 10—15 crn. lagsins (botnlaginu), 2. úr
40 crn. úr miðju þess, og 3. úr 45 cm. efst af lag-
inu. Hefi eg reynt sýnishorn þessi hvert í sínu lagi
og reyndust þau þannig:
Botnlag. Eðlisþyngd 1.67. Aska 45,77%
Miðlag. 1.39. — 22,57%
Efsta lag.--------- 1.37. — 25,74%
Eg tók á sarna hátt 3 sýnishorn og sendi stjórn-
arráðinu, voru þau rannsökuð á Rannsóknarstofu
landsins. Set eg hér úldrátt úr rannsóknarskýrslum
frá forstöðumanni Rannsóknarstofunnar.
Kolasýnishornin voru 3 í þrískiftum poka og vógu
um 35 kg.
Sýnishornin voru svipuð að útliti, þeim var því
blandað saman, og mulin vandlega áður en þau
voru rannsökuð.
Rannsóknin var tvítekin og varð meðaltalið eins
og hér segir:
Vatn..............19.34%.
Aska.............. 34.70%.
Hitagildi (notagildi) 38.90 hitaeiningar.