Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 36
XXXII
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari.
hann fyrir vonbrigðum að öðru leyti. Hann hafði
áður en liann tók verkið að sjer, átt fund ineð bænd-
um, og höfðu þeir lofað bæði að flytja efni ókeypis
að brúarstæðinu, 300 hestburði, og enn fremur að
leggja til 200 dagsverk við brúarvinnuna, en þegar
til efndanna kom, fór eins og vant er hjá íslending-
um, loforðin brugðust. Þrátt fyrir þetta og ýmislegt
annað andstreymi, — bátur með þungum járnstykkj-
um sökk og náðist ekki aptur, enskur maður drukn-
aði við brúarsmíðið — hjelt hann þó ótrauður á-
fram og gerði jafnvel enn meira en honum bar eptir
sainningnum, bæði lengdi liann brúna fram yfir áætl-
un og setti hliðarstrengi, af því brúin án þeirra ruggaði
of mikið. Þennan aukakostnað borgaði þingið þó
síðar, en alt um það mun bann þó hafa tapað drjúgum
fje við þessa smíð. Jeg tel alls engan vafa á því, að
ef Tryggvi hefði ekki svo drengilega brugðist við,
og bygt brúna, mundi langur tími hafa liðið, áður
en hún befði komist upp. Hvaða þýðingu þetla hefur
liaft fyrir samgöngur landsins er öllum núlifandi
mönnum ljóst, er þeir ihuga hve hröðum skrefum
brúm hefur fjölgað, síðan Ölversárbrúin var vígð 8.
septbr. 1891. Það var án efa stoltasti dagurinn í lííi
Tryggva, og þá stóð hann á tindi frægðar sinnar.
í bæjarstjórn Reykjavíkur sat hann fjölda mörg
ár, og ljet þar mikið til sín taka, eins og annarsstað-
ar, einkum í vegamálum og hafnarmálum, og yfir
höfuð voru það fá mál, er þennan bæ varðaði, er
hann væri ekki eitthvað riðinn við. Sum hafa verið
nefnd áður, og enn má nefna t. a. m. alþýðulestr-
arfjelagið, er hann var formaður fyrir mörg ár,
ekknasjóð Reykjavíkur og skógræktarfjelagið. Alþing-
ishúsgarðurinn er nálega að öllu leyti lians eigið