Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 133
Andvari].
Siðaskiftaræða
91
með fylgjandi ábyrgðartilfinning hvers manns sjálfs
frammi fyrir guði, fór mjög út um þúfur. Frelsið
varð engu meira en verst hafði verið á dögum ka-
þólskunnar. Ábyrgðinni var haldið að inönnum með
gegndarlausri hörku og ógnunum bæði þessa heims
og annars. Hrelling og hugsýki var afleiðingin. Menn
hræðasl guð sem harðstjóra, frelsarann jafnvel líka.
Nú er ei lengur til Maríu að flýja, til að biðja hreldri
sálu líknar, hennar, sem var svo miskunnarrík, að
hún »vill að hjálpist allar þjóðir, hvort það er held-
ur vondir menn eða góðir«. Nú mega menn ekki
heldur lengur vona, að kostur sé að hreinsast og af-
plána sekt sina í hreinsunareldi eftir dauðann. Nú
bólar ekki framar á bjartsj’ni Jóns gamla Arasonar,
sem gerir sér von um, að dómarinn muni á efsta
degi engum útskúfa, en öllum líkna fyrir bænarstað
móður sinnar, er þá var orðin kaþólsku fólki per-
sónugerð ímynd guðs lílcnar og náðar. Nei, eilífar,
endalausar kvalir með hræðilegustu útmálun bíða
sálarinnar undir eins og liún er laus við líkamann,
ef trú og iðrun, er ekki í fullu lagi. F*að er ógeðslegt,
hörmulegt í mínum augum, hvernig kennimennirnir á
þeim árum ota að fólkinu djöíli og víti til að ógna því;
ekki af því, að þeir trúa tilveru þeirra og stendur
ógn af. Það er ekki nema sjálfsagt; heldur er það
svo ömurlega raunalegur hugsunarháttur, að hafa
þessa tröllalrú á hræðslunni. Það er eins og þeir trúi
ekki neinu til að bæta fólkið öðru en henni, sem
mér er þó næst að halda, að aldrei hafi nokkurn
mann bætt, nokkru sinni, livorki ungan né gamlan.
Hún opnar engum manni himnaríki. Fólkið liálfærð-
ist af þessum kenningum. Afkvæmi þeirra er hin fá-