Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 48
6
Um surtarbrand
[Andvari.
veru. Enn neðar (í lagi e) eru og nokkur bönd í
lögunum dökklituð af kolaefni; einnig ofar í skrið-
unni, einkum umhverfis leirbrandslagið (b). í leir-
brandslaginu sjálfu mun og vera talsvert af kolaefni,
en það hverfur víst burt er flögurnar þorna, því að
þær verða ljósgráar við þurkinn. í eldi halda llög-
urnar lögun sinni, en litast í glóðinni og verða mó-
gráar.
Hér hafa menn frá Hafnarhólmi oft tekið surtar-
brand til eldsneytis (úr lagi d) einkum viðarbrand,
sem talinn er mjög gott eldsneyti, einnig hefir stein-
brandurinn verið notaður, en kvartað er um, að hann
sé óeldfimur, en gefi glóð og hita sæmilega með öðru
eldfimara eldsneyti. Eg hefi prófað sýnishorn af við-
arbrandi og steinbrandi úr lagi þessu, og reyndust
þau sem hér segir:
Viðarbrandur: Eðlisþyngd 1.33 aska 13,61°/o-
Steinbrandur:-------- 1.44 — 35,09°/o.
Aðstaða til námu á lagi þessu er ekki góð, bæði
er brandlagið heldur þunt, og ofan á fremur losaleg
lög, sem vart ínunu geta haldið sér sem loft yfir
námugöngunum, nema ef þau kunna að vera þéttari
og harðari þegar inn kemur í lögin. Steinbrandurinn
er einnig um of öskuborinn. Allmikið mætti taka hér
upp af góðum viðarbrandi, en mikið þarf þá að
losa og ryðja frá sér af ónýtu efni til þess að ná í
það, sem nothæft er. Vegarstæði er heldur hallalítið
og greiðfærl lil sjávar og lendingar góðar og skipa-
lega við ströndina niður undan.
Svipaðar móbergsmyndanir og að ofan er lýst,
gægjasl víða fram úr grasbrekkunum umhverfis fjall-
ið, en brandlög koma þar ekki í Ijós; liggja þau þó