Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 27
Andvari.J
Tryggvi Gunnarsson.
XXIII
fór frá, hafði bankinn starfað 10 ár í sínu eigin,
rúmgóða húsi, og starfsmennirnar voru orðnir 9, en
bankinn virðist samt hefði getað áorkað enn meiru,
ef lagt liefði verið kapp á að afla honum meira fjár.
Tryggva Gunnarssyni var vikið frá bankastjóra-
embættinu 1909, eptir að honum hafði verið sagt
því upp með löglegum fyrirvara, og fjekk hann þá
4000 kr. í eptirlaun. Afsetningin vakti mikið umtal
um land alt, og þótli mörgum hann hafa verið
beittur rangindum. Enn er ekki kominn timi til að
rekja það mál út í æsar, en eptir minni meiningu
og þekkingu á öllum málavöxtum, var uppsögnin
æskileg eða enda nauðsynleg, en afsetningin, um
6 vikum áður en hann átti að láta af embættinu,
bæði ónauðsynleg og óviðurkvæmileg.
Jafnhliða þessum tveimur aðalstörfum sínum í
lífinu, Gránufjelagsforstjórn og bankastjórn, hafði
Tryggvi Gunnarsson á hendi þingmensku frá 1869
til 1885 og aptur frá 1894 til 1907; 1869 til 1875
sem þingmaður Norður-Þingeyinga, en hann mætti
þó að eins á þingi 1869, en á þingin 1871 og 1878
gat hann eigi farið vegna verzlunaranna. Þingmaður
Sunnmjdinga var hann frá 1875—85, þinginaður
Árnesinga frá 1894 til 1899, og úr því þingmaður
Reykvíkinga.
Það ætlaði ekki að ganga alveg greiðlega fyrir
Tryggva að komast á þingið, því að Pjetur Havstein
amtmaður sendi heljarklögun til þingsins yfir honum,
því þá stóðu deilur þær, sem fyr getur, sem hæst
milli amtmanns og bænda norðanlands. Amtmaður
gaf Tryggva það að sök, að hann hefði haldið hrepp-
stjórn um tíma, eptir að hann hefði fengið lausn og
c