Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 169
Andvari].
Heilsa og hugðar-efni
127
óhindraður látinn sinna störfum sínum, pó að augljóst sé,
að þau vinni honum tjón. Pað er um tvent skaðlegt að
ræða, og staríið er bersýnilega óskaðlegra.
Pessir menn eru venjulega svo efnum búnir, að þeim
er ekki pess vegna pörf að halda störfum sinum áfram.
Þeir gæti vel lifað á ávöxtum eigna sinna. Pað er að eins
ein orsök til pess, að þeim er leyft að halda störfum sín-
um áfram, og hún er sú, að menn verða að hafa eitthvað
fyrir stafni; að öðrum kosti legst starfsþrótturinn á líkam-
ann og eyðir honum. En þegar högum manna er svo
komið, þá geta læknar ekki kosið sér aðra dýrmætari
lækningaaðstoð en eitthvert hugðarstarf. En því er verr, að
gagnleg hugðarstörf verða mönnum ekki fyrirskipuð þegar
þeir eru komnir nær sextugu. Ef þau eiga að koma mönn-
um að verulegum notum og vera til heilsusamlegrar hvíld-
ar, þurfa þau að hafa verið vakin og glædd í hug manni
undanfarin 30 til 40 ár. Ef eilthvað það er til, sem menn
geti svo af alhug gefið sig við, að þeir gleymi öllum
áhyggjum, minsta kosti nokkurn hluta dagsins, þá er ekki
vonlaust að létta megi þeirri þenslu af æðunum, sem ver
þær frelcari skemdum. Margir menn stunda iþróttir á unga
aldri til þess að vernda líkamsþrótt sinn, en ekki mundi
það síður ómaksins vert að sjá heilbrigði sálarinnar far-
borða, og hafa þá umfram alt i huga þá nauðsyn, sem á
því er að hvíla hugann á elliárunum, en það geta menn
svo bezt gert, að þeir ternji sér eitthvert það hugðarefni á
yngri árurn, sem þeim geti orðið dýrmætt viðfangsefni
alla ævi.
Petta er hið læknandi verðmæti hugðarstarfanna. Lækn-
ar vorra tíma mundu vafalaust telja sér það mikilsverða
lijálp, ef sjúklingar þeirra kynni eilthvert slíkt aukastarf,
þegar fyrstu ellimörkin taka að hrjá þá og þurfa lækninga
við. Ef mönnum verður ráðið til þess að hugsa minna en
áður um dagleg störf, en meira og meira um hugðarstörf
sín, þá má gera sér von um góðan árangur. Daglegu störíin
geta verið slit og strit, en hugðarstarfið er venjulega annað
og meira en stundar-viðfangsefni, og getur svo farið, að
það geti með tíð og tíma orðið mönnum aðalviðfangsefni
þeirra. Minsta kosti hætta þeir að snúast um sjálfa sig.