Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 164
122
Rannsóknarferðir
[Andvari.
En einn af allra frægustu norðurförum, seni nú
eru uppi, er landi vor Vilhjálmur Stefánsson. Hann
hefir farið hverja rannsóknarferðina annari merki-
legri, um höfin norður af Norður-Ameríku, fundið
þar ný lönd, áður ókunn, og fundið þar skrælingja,
sem virtust vera af kynstofni hvítra manna. Þegar
þetta er skrifað, er liann í hann í rannsóknarferð
norður í höfum, og berast af honum fréttir við og
við, sem allur heimur hlustar á með athygli. Vil-
lijálmur er eyfirskur að ætt, en fæddur í Canada.
Ameríkumenn kosta ferðir hans, og lagði liann með
þrjú skip í síðustu ferð sína.
Hér er afar-mörgu slept, sem vert hefði verið að
taka með. Samt sem áður mun þetta yfirlit sýna, að
það er ekki lítið kapp, sem mentaþjóðirnar hafa lagt
á það að kynnast þessum eyðilöndum kring um
heimskautið, og ekkert smáræðis fé, sem til þessa
hefir verið kostað. Þetta skilst þó betur þegar þess
er gætt, að þessi landflæmi eru að samanlögðu marg-
föld að stærð við alla Norðurálfu, og mannkyninu
engan veginn vansalaust að vita ekkert um slíka
fiáka. Það er þó ekki metnaðurinn einn, sem dregur
menn þangað. Gróðavonin togar líka. í löndum þess-
um er dýralíf afar-fjölskrúðugt — hvalir, selir, hreinar,
moskusdýr, hvítabirnir, refir og snæhérar, æðarfugl
í hverjum hólma og árnar fullar af laxi. í kjölfar
rannsóknarskipsins siglir ætíð veiðiskipið, með von
um góðan gróða. Auk þess eru lönd þessi merkileg
í jarðfræðislegu tilliti, gömul og ísnúin, og miklar
líkur til, að þar kunni að finnast verðmætir málmar.
Kol hafa víða fundist þar (Diskó, Spitsbergen o. v.)
og gull (Alaska). Kopars, silfurs og járns heíir víða
orðið vart. Vetrarríki er þar mikið að vísu, en sumr-