Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 162
120
Rannsóknarferðir
[Anvadri.
norðurfrá, og bar ferð lians góðan árangur. Leiddi
hún til þess, að Danir fóru að senda trúboða þang-
að norður og sömuleiðis hafa viðskifti við þessa ein-
angruðu menn.
1899—1900 fór ítalskur maður, Hlöðver (Luigi)
Abruzza-hertogi norður í íshaf sömu leið og Nansen
hafði áður farið á »Fram«. Tókst sú ferð vel og
komust menn hans norður á 86,30° n. br. eða nokkru
nær skautinu en Nansen.
1903—1905 tókst Norðmanninum Roald Amundsen
að komast fyrstum manna hina langþráðu norðvest-
ur-Ieið milli Atlantshafs og Kyrrahafs norðan um
Ameríku. Lagði hann frá Noregi á lítilli vélskútu,
sem hét »G/öa«. Dvaldist liann tvo vetur á eyjum íyrir
norðan Ameríku og athugaði einkum segulmagn jarð-
ar kringum segulskautið, en sigldi siðan þaðan vest-
ur í Beringssund og til San-Francisko. Annar fyrir-
maður þeirrar farar var Gottlred Hansen, sem síðar
var lengi skipstjóri hér við land.
1906—08 gerðu Danir út leiðangur mikinn til að
kanna það, sem enn væri ókannað af austurströnd
Grænlands. Einn at formönnum þeirrar farar var
Mylius Erichsen, sem áður er getið. Tókst þá að
kanna Grænland að mestu leyti alla leið norður á
nyrsta odda þess, Pearys-land, en í þeirri för lét
Mylius Erichsen líf sitt og nokkrir menn með hon-
um. Þó komst aðal-árangurinn af rannsóknum hans
til manna hans og lieim til Danmerkur.
Seinna, 1911—13 tókst ungum, ötulum manni
dönskum, Einari Mikkelsen að nafni, að finna dag-
Mynd er af konunni í bók Mylius-Erichsens, dregin af Har-
aldi Moltke, sem var með í förinni.