Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 127
Andvari[.
Siðaskiftarœða
85
öll til Þýzkalands og eru ferðir alltíðar milli land-
anna. Það líður því ekki á löngu, að hingað berist
fregnir um hreyfinguna, sem Lúther hefur vakið, og
sjálfsagt ekki allar réttar né sanngjarnar. Suður þar
og norður um Danaveldi og Svíaríki er alt í upp-
námi, og kaþólskir menn og lúterskir segjast úr
lögum hvorir við aðra. Jafnvel hér tekur að bóla á
því, að brugðið sé út af fornum sið og brotin kirkju-
lögin. Suður í Þýzkalandi eru við nám tveir ungir
og efnilegir íslendingar, Gissur Einarsson og Oddur
Gottskálksson. þeir kynnast lærdómi Lúthers og
sannfærast báðir um, að hann hafi rétt að mæla.
Ekki var það þó baráttulaust. Svo er að minsta kosti
sagt um annan þeirra, Odd, að hann hafi átt í ströngu
stríði við sjálfan sig um það efni, en eftir að liann
hafði vakað og beðið guð nótt eflir nótt, að birta
sér, hvort sannara væri, og unnið það heit að fylgja
því fram af fremsta megni, rneðan sér ynnist aldur
til, þá stóð skyndilega alt ljóst fyrir honum. Þeir
sneru báðir heim til íslands aftur ráðnir í að vinna
að siðbót á ættjörð sinni. Odds fyrsta verk er að
þýða nýja testamentið á íslenzka tungu, og brátt eiga
þeir hér íleiri skoðunarbræður meðal mentamanna.
En það varð enn alt að vera í hljóði. Það var ekki
við lamb að leika sér, þar sem gamli biskupinn var
í Skálaholti, Ögmundur Pálsson, ráðrikur og drotn-
unargjarn höfuðskörungur og rammkaþólskur. Sam-
vizkufrelsi né sannfæringar höfðu aldrei heyrst né
sést í hans lagabók. Hann hataði hinn nýja lærdóm
að óséðu, svo að hann mátti ekki heyra hann nefnd-
an. En nú var hann gamall og þegar blindur. Fylg-
ismenn hins nýja siðar fóru því dult með hug sinn