Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 151
Andvari].
Ranasóknarferðir
109
hafi einnig verið formaður farar þeirrar, er Eng-
lendingar gerðu út 1553, til að brjótast til Ivína og
Indlands norðan um Asíu (norðaustur-leiðina), en
slíkt er ekki sennilegt, því að (iabot hefði þá verið
komin á níræðis aldur (f. 1472) enda er hann talinn
í sömu heimildum dáinn í London 1557, en úr þess-
um leiðangri kom enginn af foringjunum lifandi
nema Chancellor (Richard). Að öðru leyti mishepn-
aðist sá leiðangur gersamlega. Nokkrum árum síðar
(1556) kannaði þessi Chancellor sjóleiðina til Hvíta-
hafsins. Yar nú rannsóknunum haldið áfram austur
á leið, og 1580 tókst tveim Englendingum, Pei og
Jackman, að komast til Kariska hafsins.
Árið 1576 fór enskur sjóliðsforingi, Frobisher að
nafni, sem unnið hafði sér mikinn orðstír í viður-
eigninni við »ílotann ósigrandi« (Armada), að leita
að skipaleið norður um Ameríku. Hann komst lengra
en Cabot hafði komist, fann njT lönd og höf fyrir norðan
Ameríku og er Frobisher-sundið við Baffínsland við
hann kent. En vesturleiðina komst hann ekki og
varð frá að hverfa.
Árið 1587 komst enskur maður Davis að nafni,
lengra norður með Grænlandi að veslanverðu en
nokkur hafði áður komist. Er Davis-sund við hann
kent, sem skilur Grænland og eyjarnar norðan við
Ameríku og liggur inn í Baffinsflóa.
f*á kemur sá maður til sögunnar, sem mestan orð-
stír gat sér fyrir rannsóknarferðir sínar á þessum
öldum. Það var Henry Hudson, enskur sjógarpur
(1550—1610). Fór hann margar rannsóknarferðir
norður með Ameríku og norður fyrir hana og einnig
austan við Grænland norður í íshaf, auslur að Novaja
Semlja, og rilaði stórar og ágætar bækur um ferðir