Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 102
60
Um surtarbrand
[Andvari-
bergslagið (a) þétt og hart, nægilega traust sem námu-
loft, en að sjálfsögðu þarf að skilja eftir ónumda
stuðla, til að halda loftinu uppi, Sé bæði brandlögin
og leirlagið, sem á milli er, numin burtu, verður
náman ríflega manngeng, en með efra brandlaginu
hefir nokkuð losnað neðst úr þaklaginu (a), svo að
hæð námuganganna hefir orðið 2,5 m. þar sem bú-
ið er að grafa.
Álitlegast virðist, að skerða lögin við mót ytra
brandlagsins og leirlagsins, sem aðskilur brand-
lögin, meitla síðan burt leirsteinslagið, íleyga jafn-
framt niður efra brandlagið, og taka síðast brand-
lagið neðra. Lika mætti opna lögin á mólum neðra
brandlagsins og leirsteinsins; verður reynslan að
skera úr því, liver aðferð muni verða hentust. Að
líkindum mundi borga sig að nota sprengiefni til
hjálpar til að losa leirsteinslagið og eins til þess að
losa um brandinn, þar sem hann léti illa undan
meitlum, t. d. í neðra laginu.
Leirsteinn og önnur úrgangsefni yrði að sjálfsögðu
notuð til uppfyllingar á þeim hluta námunnar, sem
búið væri að tæma, en alt slíkt, sem rúmsins vegna
þyrfti að flytja út úr námunni, er bezt komið í ána,
sem rennur fáa metra frá námumunnanum; í vexti
er hún nógu aflmikil til að ryðja því fram.
Að sögn Ólafs bónda, sem að jafnaði var sjálfur
með þegar tekinn var hér brandur, var eftirtekjan
eftir mann á dag 240 kg. (IV2 skpd.) þegar bærilega
gekk. Vinnutími var 10 kl.st. og tækin járnkarlar,
hakar, sleggjur og lélegir meitlar. Samkvæmt því hafa
farið rúm 4 dagsverk til að ná hverri smálest af
brandi.
Hin mikla fjarlægð námunnar frá sjó mun valda