Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 152
110
Rannsóknarierðir
Andvarij.
sinar. Er við hann kent Hudsonsfljót, Hudsons-
sund og Hudsonsflói, sem er afarmikið haf, sem
gengur inn í Norður-Ameríku að norðaustan. Síðast
lagði Hudson af stað frá Englandi 1(510 og ætlaði þá
að brjótast norðan um Ameríku alla leið til Indlands.
Höfðu menn fréttir af honum nokkru siðar, og hafði
hann þá komist lengst norður á 72° n. br. En þegar
hann var í þann veginn að leggja af stað heimleiðis,
gerðu menn hans uppreist, settu þeir Hudson og son
hans og nokkra sjúka háseta í opinn bát og skildu
þar við þá. Þegar heim til Englands kom voru for-
göngumenn þessa ódæðis auðvitað hengdir fyrir til-
tækið. Skip voru þegar send af stað að leita Hud-
sons, en aldrei hefir hann fundist né neinar upplýs-
ingar um það, hvað af honum varð.
Meðal þeirra, sem hófu leit eftir Hudson, voru sjó-
garpar tveir enskir, Bylois, 1615, og Baffirt ári síðar.
Baflin hafði jafnframt það erindi að reyna að finna
norðvestur-leiðina, eins og Hudson. Hann komst
lengra norður fyrir Ameríku en nokkur hafði kom-
ist áður, á 78° n. br. Fann hann þar fjölda eyja og
all-stórra landa, og er við hann kent Bafíinsland og
Baffinsllói. Hann sneri aftur við mikinn orðslír, en
fullvissaði Englendinga um það, að engin leið væri
fær til Indlands norðan um Ameríku.
Það leiddi gott af þessum ferðum, að menn kynt-
ust nokkuð norðurhöfunum og vissu nú, að þar var
fjölskrúðugt dýralíf og gott til veiðifanga. Síðan hef-
ir jafnan verið þar fult af veiðiskipum, sem hafa
ausið upp feikna auði, en jafnframt aukið fróðleik
manna um þessi svæði, og verið rannsóknarmönn-
um til hinnar mestu aðstoðar. Jafnframt var lraldið
áfram að kanna nyrsta hluta Norður-Aineríku, og