Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 64
22
Um surtarbrand
Andvari].
Hitagildið er allmikið, þegar tekið er tillit til þess,
hve askan er mikil. Askan er reiknuð sem hundraðs-
einingar í þurrum kolum.
í kolasýnishornum þessum voru nokkrir dökkir
molar, sem virtust vera talsvert leirkendir og utan á
þeim var olíu útsláttur.
Molar þessir voru rannsakaðir og varð niðurstað-
an þessi:
Vatn...............15.95%.
Aska............... 37.80%.
Hitagildi (notagildi) 43.06 hitaeiningar.
Hið mikla hitagildi stafar frá olíu, sem var í þess-
um molum. Olían er reykul og þess vegna mun
hitagildið lækka brátt við geymslu kolanna. Loks
má geta þess, að brákkendu kolamolarnir voru sár-
fáir, vógu í alt 1% kg.
Þess skal getið, að sýnishornin þrjú, er eg tók
hvert úr sínum hluta lagsins, voru nokkuð svipuð
að þyngd, því að eg ætlaðist til, að þau yrði reynd
livert í sínu lagi. Var því sýnisliornið úr botnlaginu
langstærst miðað við þykt þess (10—15 cm.), en
botnlagið var lang leirkendast. Má því ætla, að ösku-
magnið hafi reynst hér slórum meira, en vera ætti
að réttu hlutfalli, þar sem sjmishornum þessum var
öllum blandað saman.
í ársriti Verkfræðingafélagsins1) er birtur árangur
af prófun þriggja sýnishorna úr Gunnustaðagróf og
er meðaltal þeirra:
Raki.............19,34°/o
Aska í þurrefnum 27.70%
Notagildi . . . 34.80 hitaeiningar.
1) 1917, 3. h. bls. 39. Ilér er um hin sömu sýnishorn aö
ræða, sem eg tók.