Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 147
Andvari].
Austan hafs og vestan
105
bókmentum er leikið í skólunum. Er lilutverkunum
skift niður á nemendurna og búa þeir sig undir
heima, þá er lesið með kappi og kept að vissu tak-
marki. Er hin mesta unun að vera viðstaddur í
slíkum kenslustundum. Þessi skáldverk eru krufin
til mergjar mjög ítarlega. Atburðirnir raktir, talað
aftur og fram um hverja persónu, alt eðlisfar henn-
ar, tilgang ineð orðum og gerðum og samband henn-
ar við aðrar persónur o. s. frv. Reynir þetta á hugs-
un og skarpskygni nemendanna, og bregður nýju
ljósi gleggri skilnings yfir skáldverkið og höfund
þess og yíir mannlííið yfirleitt. En síðast en ekki
sízt kennir það, hvernig lesa á skáldverk.
Höfundur fyrirlestrarins lýkur máli sínu um skóla-
haldið í Vesturheimi með þessum orðum: »Einhver
yfirborðs hundavaðsháttur skín þar út úr öllu«. —
Mætti þetta ef til vill til sanns vegar færa, ef talað
væri alment um skólaástand í öllum löndum, og
ekki á einum stað frekar en öðrum. það má lieita,
að öll þekking mannkyhsins sé ekki nema á yíir-
borðinu. Leyndardómar lífsins og náttúraflanna eru
óteljandi, og eftir því sem víðátta þekkingarinnar vex,
því fleiri verða óráðnu gáturnar. En þó að það, sem
mannkynið veit, sé ekki meira en þetta, þá er þó
hverjum einstaklingi ókleift að nema það alt, hversu
gáfaður sem hann væri, og þótt hann lifði lengi og
væri alt af að nema. Það er því ófæra, að hafa það
að takmarki í nokkrum skóla að taka unglingana
eins og þeir gerast upp og ofan og ætla að gera þá
alla lærða í öllum fræðum, á þeim fáu árum, sem
skólinn hefir hönd yfir þeim. Námið mundi verða
yfirborðs hundavaðs-hátturinn einn. Því meira, sem
troðið væri i nemandann af ósamkynja og sundur-