Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 22
XVIII
Tryggvi Gunnarsson.
lAndvari-
eignir fjelagsins voru taldar 327,000 kr., þar af
74,000 í hlutabrjefum, þau voru á 50 kr. hvert, en
var nú talið 96 kr. virði. Auk þess hagræðis, sem
landsmenn þöfðu af verzluninni, var einnig lagt
kapp á að vanda vöruna; ullin var nú í fyrsta sinn
reglulega flokkuð eptir gæðum; lýsi, sem hingað til
hafði verið pottbrætt, var nú gufubrætt; var þetta
hvorttveggja verk Tryggva, og ljet hann reisa gufu-
bræðsluhús niðri á Oddeyrartanga, og síðar á Siglu-
firði. Verð á lýsi steig mikið við þetta og er það
auðsætt, hvílíkur hagur þetta var, þar sem hákarla-
veiði er mikið stunduð, eins og við Eyjafjörð. Lýsi
þaðan náði svo miklu áliti, að það hlaut hæztu
verðlaun á sýningum í Kaupmannahöfn og Edinborg.
Enn er eitt ótalið, sem Tryggvi kom í verk á
þessum árum fyrir sjávarútveginn, og þó eigi þýð-
ingarminst, og það er saltfiskverkun. það hljómar
næsta ótrúlega, en’er þó satt, að fyrir rúmum manns-
aldri síðan þektu sjómenn við hinn íiskisæla Eyja-
fjörð ekki saltfisksverkun. Allur fiskur var þá hertur.
Tryggvi gekst þá fyrir því að fá mann af Vestur-
landi, þar sem saltfisksverkun þá stóð á hæzta stigi,
til þess að kenna Eyfirðingum að verka fiskinn. Jafn-
framt ljet hann flytja salt upp til Norðurlandsins og
reisa salt- og fisktökuhús út með öllum Eyjafirði, og
víðar, svo menn ættu hægra með að ná í saltið, og
þeir sem eigi gátu verkað sinn fisk sjálfir, gætu selt
hann. Aðrir kaupmenn tóku þetta eptir honum og
leið eigi á löngu áður en skipsfarmar voru íluttir út,
og nú er svo komið endur fyrir löngu, að norð-
lenzkur fiskur stendur eigi öðrum að baki.
í stuttu máli frá 1870 til 1880 stóð hagur fjelags-
ins með miklum blóma, en úr því fór að dofna yfir