Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 54
12
Um surtarbrand
[Andvari.
skriðunni, sem máske sé tilsvarandi lögunum efst í
Gunnustaðagróf, sem liggur álíka hátt yfir sjó (sjá
síðar).
í fylgilögum surtarbrandsins á þessum slóðum hafa
fundist jurtasteingjörfingar á nokkrum stöðum, svo
sem blöð og ávextir, sem hægt hefir verið að ákveða.
í hallanum austan við dalverpið gegnt Gautshamars-
bænum, en nokkru ofar fann Winkler hnúða af
leirjárnsteini í móbergsflagi1). Innan í þeim voru
steingerðar jurtaleifar, bæði blöð og fræ.
Tegundirnar ákvað hinn svissneski jarðfræðingur
Oswald Heer og voru þær þessar:
Sparganium Valdense, Hr. (Brúsakollstegund).
Equisetum Winkleri, Hr. (Elftingartegund).
Acer otopterix, Gpp. (Hlyntegund).
Salix macrophylla, Hr. (Víðitegund).
Rhus Bunneri, Fisch'2) og Rhytisma induratum,
Hr. (Sníkjusveppur er fanst á hlynblaði héðan).
Nálægt hinum litla fossi hjá Beltum, fann eg stein-
gerð blöð í gráum, mjúkum leirsteini. Hafa þar eigi
fundist slíkar jurtaleifar áður, svo að mér sé kunnugt.
Við sama læk austur og upp undir Torffelli, 168
m. hátt yfir sjávarmál, fann eg einnig hleifa af leir-
járnssteini, innan í þeim var mikið af steindum blöð-
um og öðrum jurtaleifum. Áður hefir Þorvaldur
Thoroddsen fundið jurtasteingervinga hjá Torffelli3),
að líkindum á þessum stað.
1) Island. Der Bau seiner Gebirge etc. Munchen 1863,
bls. 140 og 221.
2) Runnkend planta, sumar tegundir hennar vaxa í Norð-
ur-Ameriku og eru ræktaðar til skrauts.
3) Ferðabókin JV, bls. 173.