Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 13
vn
undir Eyjafjöllum. Síðan fóru þeir livor til síns brauðs
hið sama vor, 1841.
Nú var þá síra Halldór orðinn prestur á ættjörðu sinni,
og pá jafnframt skuldbundinn til að búa; því að það
er hið einkennilega við prestskapinu á íslandi, að prest-
urinn er neyddur til að vera bóndi, um leið og hann
er prestur, hversu illa sem hann er til þess fallinn, ef
liann að eins er svo ógætinn að gipta sig og eignast börn.
Svo eru laun presta vorra löguð, þó að óheppilegt sje;
því að reynslan sýnir, að þeir prestar eru fáir, sem geti
gegnt prestskapnum og búskapnum í senn svo að vel
sje. Annaðhvort verður á hakanum venjulega. Annað-
hvort taka búskaparumsvifin upp mestan tíma prestsins,
svo að hann fær ekki tíma til að auka prestslega mennt-
un sína, eða liann vanrækir búskapinn og lendir svo í
basli, sem þá hefir aptur ónotaleg og deyfandi álirif á
menntahug hans. |>etta eru liinir almennu, sorglegu
vegir prestskaparins á íslandi. |>að eru að eins fram-
úrskarandi menn, sem geta liafið sig upp yfir þá, og
gegnt bæði búskapnum og prestskapnum í senn heiðar-
lega. Síra Halldór var einn af þessum fáu mönnum,
einn af þeim fáu mönnum, sem gat gegnt mörguísenn
og öllu vel. Hann byrjaði nú búskap í Glaumbæ vorið
1841, þó að hann væri fjelaus maður, og hafði þegar
stórt bú og mannmargt, því að hann var stórliuga og
höfðinglyndur, og kunni því illa, að hafa ekki mikið fje
undir höndum, enda þótt skuldir legðust á hann. Hófst
þá þegar hin mikla rausn, er síðan lijelzt við á heimili
hans alla stund meðan liann lifði, og fór jafnan vax-
andi. Gerðist hann brátt umsýslumaður mikill, vinsæll
í sveit sinni og mjög hjálpsamur. Prófastur varð hann
í Skagafirði 18. okt. 1841, og var það síðan, meðan
liann var í Glaumbæ, og sýndi hvervetna, bæði sem
prestur og prófastur, hinn Ijúfasta lipurleik og þó al-
varlega röggsemi, sem hann ætíð sameinaði svo aðdá-
anlega, að hann vakti jafnan í senn elsku og virðingu