Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 120
80
þá rósrauður, af því að háræðar blóðsins sjást svo glöggt
í skinniuu. tað fje, sem er mjög fínullað, þarf því ná-
kvæma meðferð, og þolir ekki snöggan mismun á hita
og kulda. Vöxt tekur það einnig mjög seint út, ekki
fyr en það er 5 ára, og nær einnig litlum þroska. J>að
getur heldur ekki oröið feitt, því að skrokkfita og fín
ull verða ekki samfara, því að ef fita safnast í bandvef
húðarinnar, minnkar vökvaleiðslan til »hárkímanna», og
verður ullin þá grófari og gisnari.
það er því dýrt, erfitt og nær því ómögulegt, að
hafa fje mjög fínullað í öðrum löndum en þeim, sem
hafa heldur milt og hreint loptslag. í Evrópu fækkar
líka stöðugt fínulluðu fje, en í stað þess kemur fje, sem
er bráðþroska og kjötmikið, því að það borgar sig bet-
ur, að framleiða kjöt en fína ull, en jafnframt er þó
hugsað um að hafa ullina nokkuð mikla og vanda verk-
un á henni. En í heitum og strjálbyggðum löndum,
þar sem kjötverð er lágt, eins og víða á sjer stað í öðrum
heimsálfum, er mest hugsað um að hafa fínullað íje. En
nú á síðari árum hefir verið framleitt svo mikið af fínni
ull, að hún hefir mjög mikið fallið í verði ; og fram-
leiðsla hennar borgar sig ekki, nema þar sem öll skil-
yrði eru hentug.
Árið 1808 voru t. a. m. flutt frá Nýja-Hollandi til
Englands 562 pd. af hálfþveginni ull, en 1879 nær 285
miljónir pd. Frá Kaplandi voru flutt út árið 1810,
29,717 pd., en árið 1870 nær 33 milj. pd. af hálfþveg-
inni ull. Frá la Plataríkjunum voru fiutt útárið 1830
800,000 pd., en árið 1869 allt að 240 milj. pd. af ó-
þveginni ull. Hó hefir útflutningur frá þessum löndum
aukizt síðan. Eins og nú stendur, er því eigi að búast
við, að ull geti verið í háu verði, og því er meira vert,
að hafa hana mikla og vel verkaða, heldur en fína. En
þó jafnframt, að fara ekki yfir þau takmörk, sem hent-
ust eru eptir loptslaginu, og að ullin komi ekki í bága
við kjöt eða aðra framleiðslu fjárins, sem nú er að til-