Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 206
166
Islendingar, sem lcunna að meta laxveiðarnar, og sjá,
hve miklu varðar, að menn fái rjettan skilning á öllum
atriðum þess máls, ljetu eigi sitt eptir liggja, að slcýrsl-
ur fengist um ýmisleg atriði, er jeg gat eigi gert mjer
ljósa grein fyrir, með pví að jeg dvaldist par svo skamm-
an tíma 1884. Fyrir pví lagði jeg fyrir menn noklcrar
spurningar, sem jeg óskaði að fá svar upp á. Jeg pótt-
ist fullviss um, að för mín til íslands mundi verða til
pess, aðjeg mundi framvegis verða látinn fjalla um til-
liögun laxveiðanna.
J>ó að spurningum mínum bali enn pá ekki verið
svarað, má jeg að öllum líkindum búast við, að menn
framvegis vilji nota tilsögn mína og leiðbeiningar í laxa-
málinu, með pví að alpingi sumarið 1885 hefir veitt
mjer fjárstyrk til pess, að halda fram rannsóknum mín-
um. En pá verð jeg að hafa upp aptur spurningar mín-
ar, en pær eru:
1. Hvað vex áin mikið, og hverjar tálmanir eru fyrir
göngu laxins af náttúrunnar völdum?
2. Dýptin árið um kring?
3. Jakaburðurinn; sezt hotnís í ána?
4. Hiti vatnsins að sumrinu til?
5. Hvað kemst laxinn langt upp í landið?
6. í hvaða pverár eða læki gengur hann?
7. Hvað hefir hann áður farið langt upp eptir ?
8. Hvað liafa miklar tekjur verið áður af veiðinni?
Enn sem komið. er hefir engri af pessum spurning-
um verið svarað. Menn verða pó að hafa gert sjer Ijósa
grein fyrir pessum atriðum, er ræða slcal um hæfileik
ár til pess að vera fiskivatn. Slíkar slcýrslur eru, aulc
nákvæmra rannsókna á farvegum ánna, nauðsynleg skil-
yrði fyrir hvern mann, áður en ákvæði verða gerð um
tilhögun fiskiveiðanna, og getur pað pó orðið fullerfitt,
ekki sízt, ef slík ákvæði eiga að ná yfir svo víðlent og
margháttað vatnasvæði, sem ísland er.
|>að kom mjer pví á óvart, er frumvarp til nýrra