Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 194
154
pær ultu fram yíir sig eins og snjóflóð, og var hætta
búin, ef menn fóru nálægt fyrir grjótfluginu, sem úr
Jteim hrundi. Um sömu mundir breyttí Jökulsá áBreiða-
merkursandi farveg, og flutti sig austur fyrir pennan
jökultanga og samlagaði sig svonefndri Veðurá; báru
pær brátt aur undir sig og fóru að taka af túnið á Felli,
sem er vestasti bær í Suðursveit; samt hugðu menn, að
bænum væri engin hætta búin, og það fór fjærri, pví á
skömmum tíma tóku pær bæinn gjörsamlega af, og það
með þeim hraða, að engu af húsunum varð bjargað í
burtu, heldur hvíla þau nú undir 6—7 álna þykkum
stórgrýtisaur. Fell var áður ein af betri jörðum hér, en
hafði smátt og smátt misst mikið af landi sínu fyrir
vatnagang, og var nú engin tiltakajörð*. Skeiðarár-
jökull er stærstur þeirra skriðjökla, sem suður ganga;
liann er um 4ferh. mílur á stærð. Norðurrönd Vatna-
jökuls hefl eg áður lýst í ferðasögunni, og get því farið
fljótt yfir. Frá tindunum við Gæsavötn sá eg glöggt,
að jöklinum suður af Vonarskarði hallar suður og vest-
ur; myndar rönd jökulsins stóra bugðu, og fellur þar
líklega skriðjökull niður á sandana, en þangað hefir eng-
inn komið enn. Svo virtist mér, sem jökulhreyfingin
væri tvöföld niður af hæstu bungunum á Vatnajökli upp
af Vonarskarði, sumpart til vesturs niður að Köldukvísl,
og sumpart til norðausturs niður að Dyngjujökli milli
Kistufells og Kverkfjalla; verður því eins og kyrð á jökl-
inum í slakkanum vestur af Kistufelli,milli þess og Dyngju-
háls; er rönd jökulsins þar eingöngu hjarnfláki en eng-
inn skriðjökull.
Dyngjujökuli er aflíðandi, þar sem hann kemur nið-
ur livylftina milli Kistufells og Kverkfjalla, en myndar
síðan stóra flata ísbreiðu með litlum halla, þar sem hann
er kominn niður á sandana. Skriðjökull þessi er lang-
stærstur allra þeirra skriðjökla, er menn þekkja á Is-
landi; hann er hér um bil 7 ferhyrndar mílur að flat-
armáli; rönd hans gengur í bugðu fram á sandana og