Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 78
38
Hvergi hef jeg sjeð, live færeysku skipin eru stór
að jafnaði; en víst er um það. að þau eru mannfleiri
en íslenzku þilskipin. ]i>að stafar víst af veiðiaðferð
þeirra, því þeir veiða mest á bátum frá skipum sínum.
Afli Færeyinga skiptist því í fleiri staði,en á þilskipum
okkar; en það jafnar sig, þegar gætt er að aflamunin-
um og tímamuninum. Aptur er enginn sarrijöfnuður á,
hve bátamenn okkar afla miklum mun minna.
Ef bátaaflinn, sem jeg gerði við Faxaflóa (sbr. bls.
16), er lagður til grundvallar, þá ættu 3 bátar, liver
með 7 mönnum, að afla fyrir 8,100 kr. um vertíðina;
en í staðinn fyrir það afla 2'J~23 Færeyingar fyrir rúm
14,000 kr., eins og áður er sagt, á miklu styttri tíma.
Enn meiri verður munurinn, of reikningi sjera Þorkels
er haldið; en hann er eflaust rjettari en minn. Sjera
forkell gerir kring um 44 skpd á skip1, og þarf þá G1/^
bát en liðuga 40 menn til að jafnast við eitt fær-
eyskt skip.
Jeg efa ekki, að Belgir og Englendingar2 stórgræði
líka á veiðum sínum við ísland; en því miður hef jeg
engar skyrslur sjeð um þær. Jeg veit reyndar af tveim-
ur tímaritagreinum, sem líklegt er að standi í um fiski-
veiðar Englendinga; en jeg hef því miður ekki átt kost
á að sjá þær. Ef einhverjir skyldu vilja og geta notað
þær, þá eru þær í »Nautical Magazine», desember, 1869,
bls. 669—682, og “Geographical Magazine» III. London,
1876, bls. 261—33.
Norðmenn hafa lítið stundað þorskveiðar við ísland,
en þær hafa heppnazt mjeg vel. Sumarið 1884 hjoldu
1) Tímarit Bmfjel. 1883, bls. 238—9.
2) ]pað er meira um fiskiveiðar Englendinga en almennt er
álitið. 1843 rakst í'ranska herslripið t. d. á 40 ensk skip við
Langanes, í ágúst (sbr. Tidskr. for Sövæsen. Kmh. 1874,
bls. 141).
3) þessir titlar eru teknir eptir Chavanne, J. et Komp.: Die
Literatur iiber die Polar-Regionen der Erde. Wien. 1878.