Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 139
99
fægja og hreinsa pottinn vandlega, svo að hvergi sje á
honum ryð eða óhreinindi. Bezt er að potturinn sje
sem stærstur, svo að verkið gangi greiðara. í þvotta-
löginn skal hafa nálægt % keitu og 2/3 vatns. Bezt er
að það sje mjúlct tjarnavatn vel hreint, því að »hart«
lindarvatn er slæmt til þvotta. Löginn skal liita, svo
að hann verði 50° eða mest 60° K. þ>á skal taka visk
af ull, eptir því stóra sem potturinn er stór, dýfa henni
ofan í þvættið, og draga hana innan um löginn með sí-
völu priki. Hvað ullin sje látin liggja lengi í þvættiuu,
verður að fara eptir því, hve óhrein hún er, hve fitu-
mikil o. s. frv., en optast verður það millum 15 og 30
mínútur. Varast verður að láta ullina þófna í þvættinu,
og ríður á að vel sje rúmt um hana. Bezt er að liafa
lausa grind yfir pottinum og draga ullina upp á hana,
er hún liefir verið þvæld nógu lengi í þvættinu. fá
skal hella yíir hana litlu af hreinu vatni; bezt væri að
hafa það volgt,kreista síðan úr honni og láta liana kólna
nokkuð, áður hún sje skoluð. Bæta skal í þvælið dálitlu af
keitu í hvert sinn áður en ný þvætta er látin ofan í;
má það vera svo sem V3 á móti vatni því, er helt var
yfir þvættuna, sein upp úr var tokin, en hvorttveggja
til samans svo mikið, að ekki minnki þvottalögurinn.
Mcð þessari aðferð má lengi nota sama löginn, ef allt
af er bætt í vatni og keitu til skiptis, svo að hann hald-
ist hjer um bil jafnsterkur.
pess þarf ekki að geta, að sú aðferð, sem sagt erað
sumir hafi, að láta salt í þvælið, til þess að ullin vorði
þyngri, er hrein og bein svik, auk þess sem saltið hefir
efnisverkanir (kemiskar verkanir) á þvættið og ónýtir að
mestu hreinsandi áhrif keitunnar, en sápu og sóda gerir
saltið ónýtt.
fegar búið er að þvæla ullina, sem fyrr er sagt,
verður að þvo hana vel og vandlega í köldu vatni.
Bezt er að gera það í læk undir bunu, ef þess er nokk-
ur kostur, því að þar rennur skólpið fljótast frá. Yelta
7*