Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 184
144
Herðubreiðartögl taka við vikursandar. Ódáðahraun nær
milli Herðubreiðar og Dyngjufjalla ekki lengra suður en
suður undir Dyngjufjallavatn; par taka við sandar og
leirur suður í jökul; þó eru gömul hraun að öllum lík-
indum undir; hraundrangar koma t. d. fram úr sandin-
um við upptök Svartár við Vaðöldu.
Öll landspildan milli Skjálfandafljóts og Jökulsár er
oldbrunnin frá jökli til sævar; alstaðar er móberg undir
hér á landi, þar sem eldfjöll eru, og svo er einnig hér.
Fyrir vestan Skjálfandaíljót er að eins eittliraun; hraun-
ið, sem runnið hefir undan Fljótsjökli austan við Jökul-
fallið, hefir komizt alla leið niður að Skjálfanda-
fijóti gagnvart Stórufiæðu; ekki veit jeg, hvar gígirnir
eru; líklega eru þeir í hálsarananum, sem gengur norð-
ur af Fljótsjökli; sjálfur hefi eg ekki komið þangað.
Fyrir austan Jökulsá eru engin eldfjöll hið efra önnur
en Kverkfjöll og Kverkhnúkarnir; en norður frá eru
hraun hjá Presthólum og gígaröð fyrir norðan Dettifoss
á Hólsfjöllum; hún nær yfir árgljúfrið þvert, og einn af
stærstu gígunum austan ár heitir Kvennsöðull, eptir lög-
un sinni. Eldfjöllunum á þessu svæði má skipta í 3
aðalkafla: 1. Ódáðahrauns-eldfjöllin; 2. Mývatnsfjöll; og
3. Reykjaheiði og aðrar eldstöðvar þar í kring. Gíga-
raðirnar í Laxárdal mynda nokkurs konar samtenging
milli Mývatnsfjalla og nyrztu eldstöðvanna.
Eldgosin koma, eins og kunnugt er, upp úr spruug-
um í jarðarskorpunni, og vellur eldleðjan út af báðum
börmum; vanalega myndast eldgígaröð á sprungunni, og,
þegar opt gýs á sama staðnum, heilt eldfjall. Sprung-
urnar hafa í þessum héruðum vanalega myndazt fram
með móbergshryggjunum, og eru þar raðir af eldgígum,
en stærri eldfjöllin eru íiatvaxnar bungur, eins og t.
d. Trölladyngja. Stórar landspildur sökkva opt við
gosin; má t. d. sjá það glöggt á Mývatnsöræfum,
hvernig langar landræmur hafa sígið niður, enda
er þetta ekki óeölilegt, þar sem önnur eins ókjör