Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 187
147
allbrattur að vestan, en hallast austur og lækkar þar
með stöllum; þar eru 7 gígaraðir, og hafa hraun þeirra
runnið bæði austur og vestur. Ef telja skal eldfjöllin
austur með jökli, þá eru eldgígar við Kistufell, önnur
eldgígaiöð austan í Urðarhálsi, og hin þriðja við rönd-
ina á Dyngjujökli, sem hefir spúið úr sér hrauni langt
norður á sanda; en svo eru ongir gígir fyr en í Kverk-
fjöllum; þar hefir að öllum líkindum gosið 1717. í
Kverkhnúkarana eru ótal gígir og hraun í hverri dæld;
austasta hraunið kemur upp mjög sunnarlega í ranan-
um, og hefir runnið niður með Kreppuhrygg niður á
móts við vaðið á Kreppu, en Lindaá rennur milli hryggs-
ins og hraunsins; í iendanum á þessu hrauni eru úti-
legumannakofarnir. Trölladyngju hefir áður verið lýst;
hún er eitt með stærstu eldfjölium á íslandi; hún er
4752 fet á hæð, og 2000 fetum hærri en hraunsléttan í
kring; þessi risavaxna hraunbunga er 2 mílur að þver-
máli, en hallinn er ekki meiri en 4—5°. Dyngjufjöll
hafa upprunalega verið móbergsbunga, og hafa þau feng-
ið lögun sína á þann liátt, að sprungur hafa myndazt
og stykkjað bunguna í sundur; sumstaðar hafa stórir
hlutar fjallanna sokkið miili sprungna, t. d. þegar Askja
varð til, en á sprungunum hafa gígaraðir myndazt; þess
vegna eru gígaraðir þar alstaðar fram mcð fjallahryggj-
unum, fram með hliðum Öskju o. s. frv. Sprungu-
stefnurnar, sem fyr var getið, mætast hér, og þvi er
eðlilegt, að jarðrask hafi orðið, en það er náttúrlegt, að
sumir hlutar hafi sokkið, þar sem svo mikið af hraun-
efni hefir streymt úr jörðunni. Jarðfallið mikla í Öskju,
sem gaus 1875, er einmitt í skurðarpunkti beggja eld-
rákanna; við þetta gos dreifðist á einum morgni (29.
apríl) svo mikil vikuraska um austurland, að það var
að minnsta kosti 4000 miljónir tunnur. Árið 1876 var
að eins lítil tjörn á botni jarðfallsins, en 1884 tók vatn-
10*