Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 99
59
sama, eins og lýst er að framan, að höfð var hjá Daníel
Briggs í Bradford.
Kembivjelum má skipta í tvo aðalíioldca, eptir því
hverja vinnuaðferð þær hafa. Með annari aðferðinni kemb-
ist ullin á líkan hátt og í kömbum þoim, sem nú eru al-
gengastir á íslandi. Aðferð þessi heitir á ensku carding,
og á einkum við stutta ull (á dönsku »Karteuld»). Á
íslenzku mætti kalla það þelkembing. í þeiin vjelum
eru stórir sívalningar, klæddir utan kambaskinni; þeir
kemba ullina milli sín, er þeir snúast báðir eins, eða
sinn hvorn veg með misjöfnum hraða. Ullin kembist
á þennan hátt og færist jafnframt áfram eptir vjelinni;
seinast skilar hún ullinni í mjóum lopum og vindur þá
á kefli. Lopa þessa má síðan spinna af keflunum á
spunavjel; eins má spinna þá á rokk. Af þessum flokki
er kernbivjel Magnúsar Pórarinssonar á Halldórsstöðum
í Laxárdal.
Hin aðferðin var höfð í verksmiðjunum í Clayton.
Hún heitir á ensku wool-combing (frb. wúl‘-kó-ming)»
og á að eins við langa ull (á dönsku »Kamuld»). Á ís-
lenzku mætti nefna þetta togkembing. Kambarnir í vjel-
um þessum eru milli þess að vera áþekkir görnlu, ís-
lenzku togkömbunum1, og grófum, stórum hárgreiðum.
Vjelarnar byrja á því að teygja úr ullinni, gjöra úr
henni breiðan og ógreiðan lopa; hann kembist líkt og
þegar konur greiða hár sitt. í vjelunum, sem ullin
1) Gömlu, íslenzku togkambarnii', sem svo eru kallaðir, eru
ápekkir garðhrií'um, nema nokkuð tannpjettari og skaptið er
ekki nema pverhönd á lengd. Jeg veit að ]ieir eru enn not-
aðir í jringeyjarsyslu og líklega víðar, til þess að kembaí|)oim
tog í liöföld og vandaðan saum])ráð. Toginu er stungið ofan
á tennurnar eða tindana í öðrum kambinum, síðan kembt úr
einum kambinum í annan á víxl. pangað til allt það lengsta
af toginu myndar eins og fax; pá er pað með fingrunum dreg-
ið fram úr í lopa, en allt liið styttra verður eptir á tönnunum,
og er nefnt undanlcemba.