Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 70
30
Það þekkja víst xnargir söguna um liann Magnús
sálarháska. Honum var mjög illa við manntalið á ís-
landi, svo einu sinni, þegar átti að telja, arkaði
hann upp á Vatnsskarð, lagðist yfir læk þann, sem skil-
ur Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur, og lá þar allan
daginn, sem talið var. Hann vildi komast hjá að
vera talinn, ef auðið væri. Af þessari sjervizku Magn-
úsar eimir því miður eptir enn í dag.
Jeg veit nú annars til, að sumir skrifa upp hjá
sjer ýmislegt skýrslulegt, t. d. hvað margt sje í hlut dags
daglega alla vertíðina; en slíkt þarf að koma fyrir al-
mennings sjónir, því þá fyrst er verulegt gagn að hverri
einstakri skýrslu, þegar hún er borin saman við aðrar
sams konar skýrslur.
í’að er t. d. fiest af því, sem snertir sjósókn ís-
lendinga, sem ómögulegt er að gera sjer Ijósa hugmynd
um. það er ómögulegt að vita, hve mörg þilskip ganga
til hákarlaveiða, og hve mörg til þorskveiða; ómögu-
legt að vita, hve margt af þorski eða five mörg skip-
pund af saltfiski veiðast á hvert þilskip; ómögulegt að
vita, hve margt er í hlut að jafnaði hverja vertíð í
hverri veiðistöðu; jeg tala nú ekki um af hverjum bát;
og af því leiðir, að ómögulegt er að vita með vissu,
hve mikils virði það er, sera veiðist árlega á íslandi,
ómögulegt að vita, hve margir fara í sjóinn af þilskip-
um og hve margir af bátum; ómögulegt að vita um svo
margt og margt, sem seint yrði að telja upp.
En allar þess konar skýrslur er hin mesta nauðsyn
fyrir sjómennina sjálfa, og er vonandi, að þeir sjái svo
sinn eiginn hag, að þeir geri sitt til að þær fáist, semji
þær nefnilega hver fyrir sig, að svo miklu leyti sem
embættismonn heimta þær ekki. Svo er jeg viss um,
að hver almennilegur ritstjóri mundi þakka fyrir, að fá
þær til að setja ágrip af þeim í blað sitt. Ritstjórar
fiafa jafnvel stundum skorað á sjómenn að senda sjer