Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 208
168
tímariti, sýna einmitt, hversu lítil kennsl íslendingar
hera á eðlishætti ánna í sínu eigin landi, og sama má
pví einnig segja um skilyrðin fyrir laxalífinu.
Hin nýju lög um friðun á laxi, er hlutu staðfesting
konungs 19. febr. p. á., eru svo hljóðandi:
1. gr.
Eigi má lax veiða í sjó, ám eða vötnum nema 3 mánuði
á hverju sumri. Sýslunefnd skal í hverju hjeraði setja fastar
reglur um, hvenær veiðitíminn skuli |iar byrja og enda. Á
Jiessum veiðitíma skal þó lax friðaður 36 stundir í viku hverri,
eða frá náttmálum á laugardögum til dagmála á mánudögum,
og skulu þá öll laxanet tekin upp, og allar veiðivjelar standa
opnar, svo lax hafi frjálsa göngu. Net þau, er svo eru gerð,
að ekki getur lax fest sig í þeim, teijast með föstum veiði-
vjelum.
2. gr.
Ekki má leggja net, setja garða eða aðrar fastar veiðivjel-
ar lengra út í noklcra á, en í hana miðja, og þó því að eins
svo langt út, að hinn helmingur árinnar sje eigi grynnri en sá,
sem þvergirtur er.
Nú vilja menn leggja net eða setja garða eða veiðivjel út
frá báðum löndum, og skal þá svo leggja, að ávallt sje 30 faðma
hil eptir endilangri ánni milli veiðivjela. Eigi einn maður
veiði í á, er honum heimilt að veiða með þvergirðing; en renni
á í fleiri kvíslum, má enginn þvergirða eina þeirra, nema
meiri sje fiskiför í annari, og þó því að eins, að hann eigi einn
veiði í þeirri kvisl.
3. gr.
Eigi má leggja net eða veiðivjel úti fyrir ósamynnum í
stöðuvötn eða sjó, þar sem lax gengur, svo för hans sje hindr-
uð. Ádráttarveiði má við hafa í ám; þó má ekki draga á
nema frá dagmálum til náttmála, og í árósum einungis fyrir
göngu annarshvors flóðs. Heimilt er að veiða lax með stöng,
en eigi með sting eða krók. Til vísindalegra þarfa og laxa-
klaks má veiða á hverjum tíma árs sem er.
4. gr.
Hverjum manni er heimilt að skjóta sel og styggja i ám
og árósum, er lax gengur um; þó má ekki raska þinglesinni
friðun eggvera og selalátra, nema fullt gjald komi fyrir, slíkt
er dómkvaddir menn meta.