Andvari - 01.01.1886, Blaðsíða 55
15
verðan kosti liðugar 900 kr. með öllum veiðarfærum, og
auk þess má draga það út úr skýrslu hans, að viðkald
á farinu og veiðarfærunum kosti talsvert, eins mikið víst
eða meira en sams konar útgjöld við þilskipin, eptir
stærð höfuðstólsins. Mjer er ekki vel ljóst, hvort höf-
undurinn telur svo til, að öll sexmannaför við Faxaíióa
sunnanverðan sjeu svona dýr; en þó skilst mjer hann
eigi við meginið af þeim.
Reyndar eru fáein af þessum x/4 úr Kjósarsýslu og
Grindavíkurhrepp, en móti pví legg jeg það, að stóru
bátarnir hljóta að vera nokkru dýrari en sexæringar, og
auk þess sækja Reykvíkingar stundum sjó suður í Garð-
sjó, og þurfa því að hafa þennati dýra útbúnað, en
ekkert skip úr Reykjavík er talið með í þessum fjórða
parti.
1872—79 voru þá að meðaltali 61 % 12—8-ær-
ingar, en 324 6—4-mannaför í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu. Ef maður heldur reikningi I’órðar, kosta þau
öll með veiðarfærum 352,732 kr. En nú verður að gera
ráð fyrir því, að talsverðu af þessum bátum sje ekki
haldið út til sjósókna, og vorður að byggja tölu þeirra
á lauslegri ágizkun, því engin skýrsla er til um það.
Jeg get mjer þess til, að það sje 10. partur, en til frek-
ari fullvissu sleppi jeg öllum smærri förum en fjögra-
mannaförum, og ætlast jeg til að þau bæti upp, ef 10.
partur er of lítið. pá verða eptir 347 bátar alls, sem
kosta 317,315 kr., og jafngildir sú upphæð verði 26x/io
þilskips, þegar skipið kostar 12,000 kr., en veiðarfæri
200 kr.
Að vísu er munur á bátafjöldanum og þilskipafjöld-
anum, sem fæst fyrir sama verð, en það er eins með
för og fje, það er ekki æfinlega að marka höfðatöluna.
í>að er komið meir undir »standinu», scm hvorttveggja
er í, förin og fjeð.
Nú segir Pórður, að 3—400 í hlut eða 27—3600
á skip sjo talinn meðalaíli í góðum vetrarvertíðum,